Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2764 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...

category-iconHeimspeki

Er munur á mótsögn og þversögn? Ef svarið er já, hver er þá munurinn?

Mótsögn er í hnotskurn fullyrðing sem bæði játar og neitar því sama. Einföld framsetning gæti verið á þessa leið á táknmáli rökfræðinnar: p ∧ ¬ p (það er p og ekki-p) þar sem breytan p stendur fyrir hvaða staðhæfingu sem er. Ef breytan p stendur til dæmis fyrir staðhæfinguna „Ísland er eyja“ fæst: Íslan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er þriðja stigs jafna leyst án þess að nota tölvu?

Þeir sem hafa lært einhverja stærðfræði í framhaldsskóla muna örugglega eftir því að hafa lært að leysa jöfnur af gerðinni a x2 + b x + c = 0, þar sem tölurnar a, b og c eru einhverjar rauntölur sem eru kallaðar stuðlar jöfnunnar. Jöfnur af þessu tagi eru annars stigs jöfnur, nefndar eftir hæsta veldinu á óþekktu ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?

Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?

Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...

category-iconEfnafræði

Er kvikasilfur hættulegt fyrir heilsuna og hvernig berst það í líkamann?

Kvikasilfur er frumefni og tilheyrir hópi mjúkra málma. Eins og við á um flest önnur frumefni finnst það oftast sem efnasamband. Kvikasilfur er að finna í jarðskorpunni, í jarðvegi, bergi og vatni og jafnvel að einhverju leyti í andrúmsloftinu. Það kemur fyrir sem frumefnið kvikasilfur sem er fljótandi málmur eða ...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconNæringarfræði

Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig myndast nifteindastjörnur?

Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?

Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...

category-iconNæringarfræði

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...

Fleiri niðurstöður