Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?

Hólmfríður Erla Ingadóttir, Rebekka Hrönn Hlynsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð.

Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu kryddjurta heims. Byrjað var að nota pipar í indverskri matargerð að minnsta kosti 2000 árum f.Kr. og fyrir 1200 f.Kr. var hann kominn til Egyptalands.

Græn, hvít, svört og bleik piparkorn.

Ekki er vitað með vissu hvenær pipar barst fyrst til Evrópu en Grikkir þekktu til pipars á 4. öld f.Kr. Á þessum tíma var pipar þó líklega sjaldséð munaðarvara og aðeins á færi mjög efnaðra Grikkja að kaupa hann.

Rómverjar þekktu einnig piparinn og á 1. öld f.Kr. voru þeir farnir að fara í kryddleiðangra til Indlands yfir Indlandshaf, meðal annars til þess að sækja pipar. Varningurinn var fluttur til Alexandríu í Egyptalandi og þaðan áfram til Ítalíu og Rómar. Þessi leið með pipar og önnur krydd var farin í mörg hundruð ár.

Í mörg hundruð ár barst pipar og annað krydd til Evrópu frá ströndum Indlands, yfir Indlandshaf og Rauðahaf til Egyptalands og þaðan áfram til Ítalíuskagans.

Pipar varð þekktur um allt Rómaveldi og í matreiðslubók frá 3. öld e.Kr., sem líklega er að hluta byggð á mun eldra riti, er pipar notaður í flestar uppskriftir. Áfram var pipar þó verðmæt vara og sem dæmi um það segir sagan að Alrekur konungur Vesturgota hafi meðal annars kraist 3.000 punda af pipar sem hluta af lausnargjaldi þegar her hans sat um Róm árið 408.

Eftirspurn eftir pipar jókst smám saman og verslun með hann samhliða. Eftir fall Rómaveldis fóru persneskir og síðar arabískir kaupmenn að flytja piparinn að Miðjarðarhafinu þar sem ítalskir kaupmenn, sérstaklega frá Feneyjum og Genúa, tóku við, en vöxt þessara borga á miðöldum má að hluta til rekja til mikilla kryddviðskipta.

Ítalskir kaupmenn í Feneyjum, Genúa og víðar högnuðust ágætlega á kryddverslun, þar á meðal verslun með pipar. Myndin á að sýna piparrækt og vinnslu. Hún er úr frönsku handriti frá fyrri hluta 15. aldar að riti Feneyingsins Marcos Polos.

Sem dæmi um mikilvægi piparviðskiptanna þá voru pipar og önnur austurlensk krydd ein helsta ástæða þess að Evrópubúar leituðu að sjóleið til Austurlanda. Eftir að Vasco da Gama sigldi fyrstur suður fyrir Afríku og til Indlands árið 1498, urðu Portúgalar ráðandi í kryddverslun milli Asíu og Evrópu. Það stóð þó ekki mjög lengi því á 16. öld voru Hollendingar og síðan Englendingar teknir við sem helstu siglingar- og verslunarveldin. Krydd hélt einnig áfram að berast til Evrópu í gengum Alexandríu og til Ítalíu.

Eftir því sem framboð af pipar í Evrópu jókst lækkaði verðið og það varð á færi fleiri en þeirra ríku að nota kryddið. Í dag er verslun með pipar einn fimmti hluti allrar kryddverslunar í heiminum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.6.2017

Spyrjandi

Aron Freyr Heimisson

Tilvísun

Hólmfríður Erla Ingadóttir, Rebekka Hrönn Hlynsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar? “ Vísindavefurinn, 16. júní 2017. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74180.

Hólmfríður Erla Ingadóttir, Rebekka Hrönn Hlynsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2017, 16. júní). Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74180

Hólmfríður Erla Ingadóttir, Rebekka Hrönn Hlynsdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar? “ Vísindavefurinn. 16. jún. 2017. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74180>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð.

Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu kryddjurta heims. Byrjað var að nota pipar í indverskri matargerð að minnsta kosti 2000 árum f.Kr. og fyrir 1200 f.Kr. var hann kominn til Egyptalands.

Græn, hvít, svört og bleik piparkorn.

Ekki er vitað með vissu hvenær pipar barst fyrst til Evrópu en Grikkir þekktu til pipars á 4. öld f.Kr. Á þessum tíma var pipar þó líklega sjaldséð munaðarvara og aðeins á færi mjög efnaðra Grikkja að kaupa hann.

Rómverjar þekktu einnig piparinn og á 1. öld f.Kr. voru þeir farnir að fara í kryddleiðangra til Indlands yfir Indlandshaf, meðal annars til þess að sækja pipar. Varningurinn var fluttur til Alexandríu í Egyptalandi og þaðan áfram til Ítalíu og Rómar. Þessi leið með pipar og önnur krydd var farin í mörg hundruð ár.

Í mörg hundruð ár barst pipar og annað krydd til Evrópu frá ströndum Indlands, yfir Indlandshaf og Rauðahaf til Egyptalands og þaðan áfram til Ítalíuskagans.

Pipar varð þekktur um allt Rómaveldi og í matreiðslubók frá 3. öld e.Kr., sem líklega er að hluta byggð á mun eldra riti, er pipar notaður í flestar uppskriftir. Áfram var pipar þó verðmæt vara og sem dæmi um það segir sagan að Alrekur konungur Vesturgota hafi meðal annars kraist 3.000 punda af pipar sem hluta af lausnargjaldi þegar her hans sat um Róm árið 408.

Eftirspurn eftir pipar jókst smám saman og verslun með hann samhliða. Eftir fall Rómaveldis fóru persneskir og síðar arabískir kaupmenn að flytja piparinn að Miðjarðarhafinu þar sem ítalskir kaupmenn, sérstaklega frá Feneyjum og Genúa, tóku við, en vöxt þessara borga á miðöldum má að hluta til rekja til mikilla kryddviðskipta.

Ítalskir kaupmenn í Feneyjum, Genúa og víðar högnuðust ágætlega á kryddverslun, þar á meðal verslun með pipar. Myndin á að sýna piparrækt og vinnslu. Hún er úr frönsku handriti frá fyrri hluta 15. aldar að riti Feneyingsins Marcos Polos.

Sem dæmi um mikilvægi piparviðskiptanna þá voru pipar og önnur austurlensk krydd ein helsta ástæða þess að Evrópubúar leituðu að sjóleið til Austurlanda. Eftir að Vasco da Gama sigldi fyrstur suður fyrir Afríku og til Indlands árið 1498, urðu Portúgalar ráðandi í kryddverslun milli Asíu og Evrópu. Það stóð þó ekki mjög lengi því á 16. öld voru Hollendingar og síðan Englendingar teknir við sem helstu siglingar- og verslunarveldin. Krydd hélt einnig áfram að berast til Evrópu í gengum Alexandríu og til Ítalíu.

Eftir því sem framboð af pipar í Evrópu jókst lækkaði verðið og það varð á færi fleiri en þeirra ríku að nota kryddið. Í dag er verslun með pipar einn fimmti hluti allrar kryddverslunar í heiminum.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...