Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1408 svör fundust
Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?
Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?
Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...
Hvað er rottukóngur?
Rottukóngur (e. rat king) kallast það þegar nokkrar (mismargar) rottur eru fastar saman á hölunum, hvort sem halarnir hafa flækst saman, frosið fastir eða límst saman vegna einhverra vessa, eins og saurs, drullu eða blóðs. Í langflestum tilfellum er um svartrottur (Rattus rattus) að ræða. Rottukóngur er afar sjald...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Stóð sjávarborð við Ísland hærra eða lægra á þjóðveldistímanum en í dag?
Í aldanna rás hefur sjávarborð við strendur Íslands einkum ákvarðast af þremur breytum: magni vatns í heimshöfunum, jarðskorpuhreyfingum af völdum breytinga á jökulfargi,fjarlægð frá rekbeltum og heitum reit sem tengist landreki. Í fyrsta lagi er það magn vatns í höfunum en það ákvarðast einkum af því rúmmál...
Hvað er kolefnisbinding?
Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...
Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...
Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?
Kínverska mun vera það tungumál sem flestir tala í heiminum. Á að giska fjórðungur jarðarbúa, eða hátt á annan milljarð manna, mun tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm og er svo mikill munur á þeim að málnotendur af mismunandi mállýskum skilja ekki hvor annan. Þó eru þessar mállýskur ekki ...
Mega erlendir lögfræðingar starfa á Íslandi og jafnvel opna stofu?
Staða erlendra lögfræðinga sem vilja vinna hér á landi er mjög ólík eftir því hvort þeir koma frá löndum sem eru innan EES-svæðisins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (undir það falla öll lönd Evrópusambandsins, Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða ekki. Bæði er að lögmenn og aðrir frá EES-svæðinu eru unda...
Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?
Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...
Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?
Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...
Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.
Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja h...
Hver var Rasmus Christian Rask?
Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask fæddist 22. nóvember 1787 í bænum Brændekilde á Fjóni en lést 14. nóvember 1832 í Kaupmannahöfn. Hann gekk í latínuskóla í Óðinsvéum og hóf síðan guðfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn. Hann stundaði það samt lítt þar sem hann var með allan hugann við mál og málfræði....
Gátu allir á Íslandi skrifað í gamla daga?
Stutta svarið er nei, það gátu ekki allir skrifað í gamla daga. Langa svarið er svolítið flóknara því það skiptir máli hvenær „gamla daga“ var og einnig hvað átt er við með því að kunna að skrifa. Ef farið er langt aftur í aldir, svo sem til miðalda, var skriftarkunnátta fyrst og fremst forréttindi valdhafa, m...