Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6594 svör fundust
Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?
Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri ky...
Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?
Í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri góð lausn á peningavandræðum fólks en ástæðan fyrir því aukin prentun peninga leysir ekki vandamál sem skapast í kreppu er sú að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir. Það er til dæmis ekki hægt að borða þá eða nota þá í staðinn fyrir fötin sem við klæðumst vanalega. Penin...
Er hægt að breyta kulda í hita og ef svo er, hvernig þá?
Áður en hægt er að svara spurningunni er rétt að rifja upp svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? Þar kemur fram að hiti efnis tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Þeim mun meiri sem hreyfingin er, þeim mun hærri hiti. Hitastigið er því mælik...
Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt?
Núna er um ein milljón tegunda skordýra þekkt í heiminum[1] og gert er ráð fyrir að tegundirnar geti verið um fimm milljónir. Um 80% tegunda skordýra eru óþekkt, aðallega í frumskógum hitabeltisins. Bandaríski skordýrafræðingurinn Edward O. Wilson áætlaði að um tíu milljarðar milljarða (e. ten quintillion) skordýr...
Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?
Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...
Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?
Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist...
Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?
Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
Einfaldasta svarið er væntanlega það að þess yrði vart langt að bíða að peningar yrðu teknir aftur upp! Engu að síður er gaman að velta þessum möguleika fyrir sér. Peningar gegna afar mikilvægu hlutverki í nútímasamfélögum, meðal annars sem greiðslumiðill og mælikvarði á verðmæti. Ef þeir væru ekki til staðar e...
Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...
Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?
Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig s...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?
Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó. Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...
Ef einstaklingur er gerður gjaldþrota á Íslandi gildir það þá um önnur lönd líka?
Hafi bú einstaklings verið tekið til gjaldþrotaskipta kallast sá einstaklingur þrotamaður samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Íslenskur úrskurður um gjaldþrotaskipti gildir almennt ekki í öðrum löndum með sama hætti og hér á landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. nefndra laga. Þar kemur fram að heimilt s...
Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trý...