Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2249 svör fundust
Hvers vegna er ekki farið að smíða móðurborð í tölvur úr ljósleiðurum?
Grundvallareining örrása, eins og til dæmis þeirra sem notaðar eru í tölvum, er smárinn eða transistorinn. Í smára er einn rafstraumur notaður til að stýra öðrum og með því að tengja saman marga smára má framkvæma ýmsar flóknari aðgerðir. Lengi hefur fólk velt fyrir sér hvort ekki megi hanna sambærilegar rásir þar...
Hvernig skaða eldingar líkamann og hvernig má reyna að minnka þann skaða?
Áætlað er að um 1000 manns látist á ári hverju í heiminum af völdum eldinga. Slíkt er þó hægt að lifa af. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hættan af eldingu fyrir dýr er að minnsta kosti tvenns konar. Annars vegar getur eldingin sjálf hlaupið í dýr sem standa upp úr umhverfinu eins og til dæmis mann sem...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...
Útskýrið í stuttu máli hverjir eru helstu kostir og gallar þess að vísindamenn breyti mannkyninu í hreina orku?
Svarið við þessari spurningu liggur nokkuð ljóst fyrir, eins og hér verður rakið. Afstæðiskenning Einsteins segir okkur að á milli massa og orku ríki sambandið E = mc2, þar sem E táknar orku, m stendur fyrir massa, og c er hraði ljóssins. Nú er hraði ljóssins um 300.000 km á sekúndu, svo lítill massi svarar til...
Af hverju er margföldun framkvæmd á undan samlagningu?
Þetta er afar góð spurning og svarið við henni er ekki einhlítt. Mikilvægt er að röð aðgerða sé vel skilgreind og að eftir henni sé farið. Mörgum er röð reikningsaðgerða svo eiginleg að óhugsandi gæti virst að hún gerist á annan hátt, sérstaklega eftir að hafa setið undir þrástagli í grunnskóla um mikilvægi ...
Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...
Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?
Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...
Hvað heitir píramídinn sem er kallaður Píramídinn mikli?
Keops-píramídinn Píramídinn mikli er einn af þremur stórum píramídum í Giza í Egyptalandi. Píramídarnir þrír eru kenndir við faraóanna sem létu reisa þá, konunga Fornegypta, en þeir tilheyrðu allir 4. konungsættinni sem ríkti á árunum 2575-2465 f.Kr. Píramídinn mikli er kenndur við Keops (eg. Khufu) og hann er el...
Er Atkins-kúrinn hollur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig getur mataræði eins og Atkins-kúrinn, sem er algjör andstæða makróbíótískrar fæðu, verið hollt?Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megr...
Hefur svokallað veggfóður eða "wallpaper" einhver áhrif á vinnslu tölvunnar?
Wallpaper, sem við ættum ef til vill að kalla veggfóður á íslensku, eða einfaldlega bakgrunnsmynd, er mynd sem sýnd er sem bakgrunnur á skjáborði tölvunnar (desktop). Slíkar bakgrunnsmyndir hafa óveruleg áhrif á vinnslu tölvunnar. Þær nota mjög lítið vinnsluminni annað en skjáminni, sem annars væri notað í ein...
Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?
Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?
Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...
Hvernig breytir maður lítra í bandarískt gallon?
Lítrinn kemst nokkuð nálægt því að samsvara því sem Bandaríkjamenn kalla "quart" en það er, eins og nafnið bendir til, fjórðungur úr galloni. Lítrum er breytt í bandarísk gallon með því að margfalda með 0,26417 eða deila með 3,78541. Einn lítri samsvarar sem sagt rúmlega fjórðungi (0,26417) úr galloni og gallonið ...