Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 968 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru kannanir áreiðanlegar ef fólki er borgað fyrir að taka þátt í þeim?

Hátt svarhlutfall er mikilvægur þáttur í gæðum kannana. Af þessum ástæðum grípa rannsakendur til ýmissa ráðstafana til að stemma stigu við brottfalli og að hvetja þá sem valdir eru í úrtak til að svara spurningalista viðkomandi könnunar. Til dæmis eru send kynningarbréf áður en framkvæmd könnunar hefst, boðið er u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru skíðishvalir ófélagslyndir?

Skíðishvalir eru alls ekki ófélagslyndir, enda sést gjarnan til nokkurra dýra saman, oft tveggja til þriggja. Dýr eru talin sýna félagshegðun eða félagslyndi þegar einhvers konar samskipti eiga sér stað milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Á fæðusvæðum getur sést til tugi einstaklinga sömu tegundar, svo sem hnúf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881

Þessi pistill er sá fjórði í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Frosthörkurnar snemma árs 1918 urðu tilefni þess að í blöðum var rifjaður upp harði veturinn 1880-1881. Samtíningur þessi er fenginn hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólab...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er annars vegar lán með jöfnum afborgunum og hins vegar jafngreiðslulán?

Þegar greitt er af svokölluðu jafngreiðsluláni þá greiðir lántakandi alltaf sömu upphæð til lánveitanda hverju sinni. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana breytist hins vegar. Í fyrstu vega vaxtagreiðslur þungt og afborganir lítið en smám saman eftir því sem líður á lánstímann og höfuðstóll lánsins m...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er gull eða silfur betri leiðari og hvað með kopar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvort er gull eða sifur betri leiðari? Er eðlisviðnám gulls minna en silfurs? Hver er svo samanburður við hinn ódýra kopar? Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við rafleiðni en ekki varmaleiðni. Ef spenna er sett á leiðara þannig að annar endinn (skautið) er plús og hinn...

category-iconLæknisfræði

Geta tveir einstaklingar farið í erfðapróf og fengið að vita hvort þeir séu samfeðra?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við erum tvö sem erum búin að vera að spá hvort við eigum sama pabbann, við erum nokkuð viss en langar að fá að vita það 100%. Það er ekki mikil hjálp frá mömmu hans þar sem hún vill ekkert segja og pabbi minn eða okkar segir lítið. Okkur finnst mjög dýrt að borga nærri 300 þú...

category-iconStærðfræði

Hver fann upp á því að reikna rúmmál og ummál?

Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi v...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?

Líkamsfrumur dýra og plantna eru yfirleitt tvílitna, það er með tvö eintök af hverjum litningi en oftast eru samstæðu litningarnir tveir ólíkir um breytingar í fjölmörgum genum erfðaefnisins. Ekki er útilokað að mistök í frumuskiptingu geti orðið til þess að tveir nákvæmlega eins litningar lendi í sömu frumu en þá...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?

Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna. Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aft...

Fleiri niðurstöður