Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5457 svör fundust
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?
Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...
Hvers kyns er skurn?
Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn. Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns ...
Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?
Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...
Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...
Hvað voru margar bækur skrifaðar árin 2000 - 2007 á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um það hversu margar bækur er gefnar út á Íslandi á hverju ári. Hins vegar eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2004 og þess vegna nær þessi umfjöllun því miður bara yfir tímabilið 2000-2004 en ekki til ársins 2007 eins og spurt er um. Á árunum 2000-2004 komu alls ú...
Af hverju er himinninn blár? - Myndband
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína...
Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?
Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...
Hvert er algengasta nafn í heimi?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að algengasta nafn í heimi hljóti að vera eitthvað kínverskt nafn eða jafnvel indverskt þar sem þessar þjóðir eru þær fjölmennustu í heimi. Ef marka má upplýsingar víða á veraldarvefnum er sú þó ekki rauninn heldur er Múhameð algengasta nafnið. Múhameð? Nafnið kemur fyri...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...
Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?
Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Hvernig myndast kynfrumur?
Upphaflega spurningin var eftirfarandi:Hvernig skapar líkami okkar sáðfrumur? Kynfrumur þroskast í kynkirtlum frá upphafi kynþroska og halda áfram að þroskast fram að tíðahvörfum hjá konum en nokkurn veginn út ævina hjá körlum. Tilurð kynfruma má þó rekja allt til fyrstu vikna fósturþroska rétt eftir hreiðrun f...
Hvaða sérsvið eru til innan eðlisfræðinnar, efnafræðinnar og stjörnufræðinnar?
Sérsvið innan fræðigreina eru yfirleitt ekki sérlega vel skilgreind, til dæmis í samanburði við sjálf hugtök vísindanna. Því verður að hafa sérstaka fyrirvara um þetta svar. Þau svið sem mest eru rannsökuð í eðlisfræði nú á dögum eru líklega öreindafræði, þéttefnisfræði, ljósfræði og kjarneðlisfræði. Auk þeirra...
Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?
Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur boðið upp á myndlistarbraut til stúdentsprófs, þar sem nemendur leggja stund á myndlist til viðbótar við hefðbundin námsfög menntaskóla. Stúdentsprófið býr nemendur undir að halda áfram listanámi á háskólastigi. Listaháskóli Íslands býður upp á háskólanám í ýmissi myndlist, ...