Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?

Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki flóð og fjara alltaf á sama tíma?

Þetta er fyrst og fremst vegna þess að það er tunglið en ekki sólin sem ræður mestu um dægursveiflu sjávarfallanna; meginbylgja sjávarfallanna fylgir tunglinu á sífelldu ferðalagi þess miðað við yfirborð jarðar. "Tunglhringurinn" er ekki 24 klukkustundir heldur 24 stundir og 50 mínútur og þess vegna færast flóð og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað í ósköpunum er eðlismassi?

Eðlismassi hlutar er hlutfallið milli massa hlutarins og rúmmáls. Ef hluturinn hefur massann 1 kg og rúmmálið 1 lítra er eðlismassi hans 1 kg/l sem er sama og eðlismassi ferskvatns. Slíkur hlutur er í jafnvægi í ferskvatni og leitar hvorki upp né niður. Þannig ræður eðlismassi ýmsu um hegðun hlutanna. Eðlismass...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er píslarvottur?

Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...

category-iconHugvísindi

Hvað hafa margir fæðst á jörðinni?

Rökstudd ágiskun um fjölda fæddra einstaklinga af tegundinni Homo sapiens sapiens frá því tegundin hafði borist um allar heimsálfur, fyrir um 50.000 árum, hljóðar upp á 27,5 milljarða manna. Ég geri ráð fyrir því að hér sé átt við manninn, öðru nafni Homo sapiens sapiens, tegundina okkar, en ekki öll hugsanle...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconHugvísindi

Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?

Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau?

Lindýr (Mollusca) er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Þrátt fyrir þennan mikla tegundafjölda er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt. Kviðmegin er vöðvaríkur fótur sem er helsta hreyfifæri dýrsins. Að baki hans er innyflahnúður, se...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna eru grískir bókstafir notaðir sem stærðfræðitákn?

Stutta svarið er að stærðfræðingum og öðrum sem nota stærðfræðitákn voru grískir bókstafir tamir þegar þessi hefð komst á, og þörf var fyrir að nota fleiri tákn en venjulegt latneskt stafróf býður upp á. Táknmál stærðfræðinnar mótaðist að mestu eftir lok miðalda þótt vissulega sé það enn í mótun. Evrópumenn kyn...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconTrúarbrögð

Getur hver sem er tekið að sér að jarða fólk og stýra útför?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mega aðstandendur sjá um undirbúning og framkvæmd útfara og þurfa líkkistur að fylgja einhverjum stöðlum? Útför er yfirheiti og er það notað um athöfnina sjálfa. Jarðarför er einnig oft notað um athöfnina og jarðsetningu ef um kistu er að ræða en bálför ef brennt er. ...

category-iconVísindi almennt

Einu sinni heyrði ég í morgunfréttum að skepnan chupacabra hefði fundist, er það rétt?

Chupacabra er lífvera af óstaðfestri tegund sem deilt er um hvort til sé í raun og veru. Rannsóknir á slíkum dýrategundum falla vanalega undir duldýrafræði (e. cryptozoology) sem er ekki viðurkennd fræðigrein en hér verður þó leitast við að svara spurningunni af sanngirni. Heiti dýrsins er samsett úr spænsku sö...

Fleiri niðurstöður