Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir.

Þekkt eru dæmi um sexlembdar ær, en það merkir að ærnar beri sex lömbum.

Hæsti staðfesti aldur sauðkindar er 18 ár en ekki er vitað hvað hún bar mörgum lömbum. Kindur fara að missa tennur á efri árum og geta þá ekki lengur bitið gras. Fæstar kindur á sauðfjárbúum eru látnar lifa lengur en átta til níu ár en afurðirnar minnka með hækkandi aldri. En alltaf eru einstök dæmi um gripi sem lifa lengur. Þegar kindur eru orðnar 14-15 ára gamlar eða eldri er oftar en ekki um að ræða einhvers konar uppáhaldskindur, sem eru hafðar heima við bæi og ekki settar undir hrúta ‒ nokkurs konar gæludýr. Ef þær eru farnar að missa tennur og geta ekki bitið, þarf að gefa þeim annað fóður.

Hæsti staðfesti aldur sauðkindar er 18 ár. Ekki er vitað hvað sú ær bar mörgum lömbum.

Mesti lambafjöldi sem vitað er um hjá einni kind er 30. Það þykir verulegt, enda er meðaldur kinda innan við 10 ár, auk þess sem flestar ær bera einungis einu lambi vorið sem þær verða ársgamlar, það er gemlingsárið.

Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra hjá Landssamtökum sauðfjárbænda, er þakkað innilega fyrir veittar upplýsingar.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.6.2013

Spyrjandi

Sylvía Ösp Jónsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2013, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65302.

Jón Már Halldórsson. (2013, 11. júní). Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65302

Jón Már Halldórsson. „Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2013. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?
Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir.

Þekkt eru dæmi um sexlembdar ær, en það merkir að ærnar beri sex lömbum.

Hæsti staðfesti aldur sauðkindar er 18 ár en ekki er vitað hvað hún bar mörgum lömbum. Kindur fara að missa tennur á efri árum og geta þá ekki lengur bitið gras. Fæstar kindur á sauðfjárbúum eru látnar lifa lengur en átta til níu ár en afurðirnar minnka með hækkandi aldri. En alltaf eru einstök dæmi um gripi sem lifa lengur. Þegar kindur eru orðnar 14-15 ára gamlar eða eldri er oftar en ekki um að ræða einhvers konar uppáhaldskindur, sem eru hafðar heima við bæi og ekki settar undir hrúta ‒ nokkurs konar gæludýr. Ef þær eru farnar að missa tennur og geta ekki bitið, þarf að gefa þeim annað fóður.

Hæsti staðfesti aldur sauðkindar er 18 ár. Ekki er vitað hvað sú ær bar mörgum lömbum.

Mesti lambafjöldi sem vitað er um hjá einni kind er 30. Það þykir verulegt, enda er meðaldur kinda innan við 10 ár, auk þess sem flestar ær bera einungis einu lambi vorið sem þær verða ársgamlar, það er gemlingsárið.

Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra hjá Landssamtökum sauðfjárbænda, er þakkað innilega fyrir veittar upplýsingar.

Myndir:

...