Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær gaus Hekla fyrst?
Ekki er vitað hvenær gos hófust í eldstöðvakerfi Heklu, en sögu þess má rekja aftur á ísöld sem móbergshryggi og fell.[1] Á fyrstu árþúsundum eftir ísöld runnu allmörg basalthraun fram á láglendið suðvestan Heklu. Víkingslækjarhraun komst þeirra lengst að jökulöldum Búðaraðar við Gunnarsholt og Ytri-Rangá við Geld...
Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...
Af hverju fær maður ofnæmi?
Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...
Hvað er póstmódernismi?
Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...
Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?
Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...
Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...
Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?
Sú kenning er hvað vinsælust meðal fræðimanna að skepna nokkur sem þeir nefna mesonychid, hafi leitað í vatn fyrir um 55 milljónum ára og af þessari skepnu séu allir hvalir komnir. Mesonychid er undarlegt dýr, líkist helst lágfættum úlfi með hófa. Af tönnum þess að dæma át það aðallega kjöt. Ástæðuna fyrir því að ...
Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?
Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...
Hvað er veðkall?
Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...
Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?
Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...
Hvað þýðir það að skila auðu í kosningum?
Þessi spurning er margþætt. Skoðum fyrst af hverju maður sem ætlar að skila auðu skuli hafa fyrir því að fara á kjörstað. Ein eða fleiri af eftirtöldum ástæðum kunna að liggja til þess: Hann telur það kannski borgaralega skyldu sína að mæta á kjörstað og greiða atkvæði. Hann kann af einhverjum ástæðum að vil...
Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...
Hvað er góðkynja æxli?
Hugtakið æxli eða æxlisvöxtur er þýðing á hugtakinu „neoplasia“, sem upprunnið er úr grísku orðunum „neo“ sem þýðir nýr og „plassein“ sem er vöxtur. Erfitt er að finna nákvæma meinafræðilega skilgreiningu á hugtakinu æxli, en gjarnan er notast við skilgreiningu breska meinafræðingsins Rupert Willis frá 1952. Samkv...
Hver fann upp hnífapörin?
Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljó...