Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7963 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?

Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til. Í fornu máli var eitt óákveðinna fornafna vetki (einnig ritað vætki, vekki) og beygðist svona:Nf. vetkiÞf. vetkiÞgf. vettugiEf. vettugis, vettergis Fornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir rykfrakki þessu nafni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Af hverju heitir rykfrakki rykfrakki? Hvaða ryk er það sem frakkinn ver þig gegn? Orðið rykfrakki er þekkt í málinu frá því snemma á 20. öld. Það fer að birtast í fataauglýsingum í blöðum 1916. Rykfrakki er án efa þýðing úr dönsku støvfrakke eða norsku støvfrakk (bæði í bókmá...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis j...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er reikistjarnan Mars rauð?

Mars er oft nefndur rauða reikistjarnan enda virðist hann rauðleitur að sjá á næturhimninum. Mars er bergreikistjarna í innra sólkerfinu og hefur örþunnan lofthjúp. Á yfirborðinu eru fjölmargar áhugaverðar jarðmyndanir eins og árekstragígar, eldfjöll, gljúfur og pólhettur. Mars er meðal mest könnuðu reikistjarna í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

category-iconHugvísindi

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...

category-iconLæknisfræði

Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?

Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær var tíminn fundinn upp?

Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona: Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er massi róteindar í samanburði við massa rafeindar?

Massa hluta er hægt að gefa upp í ótalmörgum einingum, eins og til dæmis kílógrömmum (kg), grömmum (g) og milligrömmum (mg). Þegar reikna á út hlutfall tveggja massa skiptir ekki máli hvaða eining er notuð svo fremi sem að sama einingin sé á massa beggja hlutanna; þannig styttast einingarnar út og útkoman verður e...

category-iconVísindavefur

Er ekki vonlaust fyrir Íslendinga að svara þessum 2500 spurningum til að komast í Evrópusambandið?

Ísland er búið að svara öllum spurningunum sem Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins afhenti stjórnvöldum fyrir þremur dögum! Aldrei fyrr í sögunni hefur fámenn þjóð svarað svo mörgum spurningum jafn hratt og örugglega! (Við erum best!) Þessi mynd var tekin þegar Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur spu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um jötunuxa? Fljúga þeir og eru þeir varasamir?

Jötunuxi (Creophilus maxillosus) er skordýr sem finnst helst í hræjum og skíthaugum, meðal annars í gripahúsum, einnig í safnhaugum og undir þangi reknu á fjörur. Hann liggur í dvala sem fullorðinn og kemur fram í apríl til að verpa. Uppvaxtarskeið lirfa er um hásumarið og ný kynslóð bjallna skríður úr púpum síðsu...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru ský á himnum?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvaðan kemur vatnið? segir: Vatnið er í samfelldri hringrás: það gufar upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, berst inn yfir landið þar sem það þéttist og fellur til jarðar, streymir aftur til sjávar í vatnsföllum eða berst niður í berggrunninn sem grunnvatn - ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast straumflögótt berg?

Vísindavefurinn fékk senda myndina sem er hér fyrir neðan og henni fylgdi spurningin: Hvernig myndaðist þetta? Höfundi sýnist þetta vera straumflögótt storkuberg sem frostveðrun hefur klofið í þynnur. Straumflögótt berg myndast iðulega úr seigfljótandi bergkviku sem sígur fram meðan hún er að storkna. S...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?

Jöklarnir verða til fyrir ofan snælínu þar sem snjór nær ekki að bráðna á sumrin. Þeir skríða þaðan niður fjallshlíðarnar þangað til svo hlýtt er orðið að allur ís, sem berst fram, bráðnar. Aðdráttarkraftur jarðar togar í ísinn sem er ekki nógu stífur og harður til þess að standa fastur og kyrr eins og fjöllin. St...

Fleiri niðurstöður