Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8274 svör fundust
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?
Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?
Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...
Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?
Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...
Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?
Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...
Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?
Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...
Er vitað hvernig Skessugarður myndaðist?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er vitað hvernig Skessugarður inn við Sænautafell/Grjótháls myndaðist og er fleiri slíkar myndanir að finna víðar á landinu? Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótg...
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...
Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?
Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...
Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Hvernig éta skíðishvalir og á hverju lifa þeir aðallega?
Skíðishvalir eru mjög algengir á köldum búsvæðum sem umlykja norður- og suðurpólinn. Á kaldari hafsvæðum, líkt og umhverfis Ísland, er gjarnan mikið æti að finna. Þar er mikið um smærri sjávardýr sem halda sig saman í stórum torfum, til að mynda sandsíli (Ammodytes spp.), krabbaflær (hópur smárra krabbadýrategunda...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...
Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...