Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 589 svör fundust

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconLandafræði

Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á grágrýti og blágrýti? Hvers vegna er grágrýti mismunandi á milli myndunarstaða? Storkuberg er annars vegar flokkað eftir efnasamsetningu og hins vegar eftir myndunarháttum. Þannig getur bergkvika sömu samsetningar myndað basaltgler (sem oft ummyndast í m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar klukkan?

Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

category-iconEfnafræði

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram. Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og e...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?

Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er naívismi?

Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?

Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...

category-iconFöstudagssvar

Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?

Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru fornleifar?

Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...

Fleiri niðurstöður