Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 702 svör fundust
Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?
Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...
Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...
Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...
Hvað er algengasta stelpunafn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, svo sem um algengustu nöfnin. Nýjustu tölur eru frá 1. janúar árið 2010 en eftirfarandi nöfn kvenna eru algengust: Guðrún Anna Sigríður Kristín Margrét/Margrjet/Margret En algengustu tvínefni kvenna eru eftirfarandi: Anna María Anna Margrét Anna Kristín ...
Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...
Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram?
Fyrir tveimur árum var unnið BA-verkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands um svonefnd 1% samtök mótorhjólamanna (Snædís Góa Guðmundsdóttir, 2010). Eitt prósent nafngiftin vísar til þess að 99% mótorhjólamanna eru löghlýðnir borgarar en einungis 1% álíta sig útlaga handan við lög og rétt. Samtökin Hells Angels (Ví...
Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?
Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...
Sýna hitamælar í bílum rétt hitastig?
Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...
Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?
Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...
Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?
Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öry...
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?
Bryndís Brandsdóttir er vísindamaður við Jarðvísindastofnun, Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu jarðskorpu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja. Rannsóknagögnin eru bylgjur frá jarðskjálftum og manngerðum tækjum af ýmsum toga, sem ferðast um svæðin sem verið...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?
Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...
Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?
Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn? Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir ...