Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?

Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna. Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við M...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?

Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfing...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um svifíkorna?

Í reynd teljast 43 tegundir til ættbálks (e. tribe) svokallaðra svifíkorna sem á fræðimáli nefnist Pteromyini og heyrir undir ætt íkorna (Sciuridae). Samkvæmt heimildum eru svifíkornar flokkaðir niður í 15 ættkvíslir (e. genus). Tegundaríkust þessara ættkvísla er ættkvísl pokasvifíkorna (Petaurista) en til henn...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver var Alessandro Volta og hvert var hans framlag til vísindanna?

Eðlis- og efnafræðingurinn Alessandro Volta fæddist í borginni Como á Langbarðalandi á Norður-Ítalíu árið 1745 og lést í bænum Camnago árið 1827. Hann er þekktur sem einn af brautryðjendum rafsegulfræðinnar og því til áréttingar er einingin um rafspennu, volt, einmitt kennd við hann. Árið 1774 var hann ráðinn s...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

category-iconStærðfræði

Hvað er níu-prófun?

Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...

category-iconNæringarfræði

Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?

Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconSálfræði

Hvers eðlis er sálin?

Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...

category-iconMannfræði

Hver fann upp húðflúr?

Húðflúr hefur örugglega margoft verið fundið upp og þá sennilega oftast óvart. Til dæmis þarf ekki annað en að sótugt bein stingist óvart í húð manns til að vísir að húðflúri sé kominn og veiðimaður sem hagræðir sér við eld sem hann hefur nýverið notað til matreiðslu veiðibráðar á á nokkurri hættu að slíkt óhapp h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr því að að „svarti kassinn” í flugvélum eyðileggst ekki, af hverju er þá ekki öll flugvélin úr sama efni?

Ef reynt væri að gera stórar flugvélar úr þykku stáli eins og hylkin utan um flugritana er hætt við að þær gætu ekki flogið vegna þyngsla. Ef við hugsum okkur samt að þær kæmust á loft er óvíst að farþegum yrði vært inni í slíkum flugvélum, til dæmis vegna gluggaleysis. Sömuleiðis er óljóst að farþegarnir yrðu í r...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu mikið myndi það bæta lífsgæði fólks í þróunarlöndum ef maður tæki frá 10 krónur á dag?

Spyrjandi bætir við: „Hvar er mesta þörfin á aðstoð?“ Fátæktarstuðull er mismunandi eftir löndum en yfirleitt er talað um að fólk með afkomu undir meðallaunum í hverju landi sé fátækt (e. relative poverty). Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er talið að 1,2 milljarður manna þurfi að lifa á innan við einum...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?

Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...

category-iconEfnafræði

Hvað gerist ef maður lætur eitt mentos ofan í stóra kók?

Sú tilraun að setja mentosnammi ofan í flösku af kóki hefur öðlast töluverða frægð með tilkomu netsins. Nægir að nota leitarorðin 'mentos' og 'coke' eða 'soda' í leitarvél eins og Google og fær maður þá fjöldann allan af myndskeiðum sem sýna gosið sprautast upp úr flöskunni. Til að mynda má sjá eitt slíkt á vefsíð...

Fleiri niðurstöður