Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3711 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn? Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos varð í Eyjafjallajökli árið 2010?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers konar gos var gosið í Eyjafjallajökli árið 2010? Ísúrt sprengigos? Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stóð yfir frá mars fram í maí, er stærsta þekkta gos í jöklinum. Það hófst með litlu flæðigosi í hlíðum fjallsins, nánar tiltekið á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars....

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju réðu Danir yfir Íslandi en ekki Norðmenn?

Í stuttu máli þá varð Ísland skattland eða hjálenda Noregskonungs á árunum 1262–64 þegar helstu höfðingjar landsins gengust undir vald hans. Það sama gilti um hinar eyþjóðirnar tvær í Norður-Atlantshafi, Grænland og Færeyjar. Færeyingar voru fyrstir til að ganga Noregskonungi á hönd, rúmum tveimur öldum fyrr, líkl...

category-iconHagfræði

Hvernig hefur peningastefna Seðlabankans áhrif á verðbólgu og efnahagsvöxt?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því, sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða vexti bankinn býður öðrum fjármálafyrirtækjum vegna innlána. Svokallaðir meginvextir Seðlabankans eru vextir á sjö daga bundnum innlánum. Aðrir bankar eig...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar tegundir af dvergstjörnum í geimnum?

Þrjár tegundir svonefndra dvergstjarna eru til. Þær nefnast hvítir dvergar, rauðir dvergar og brúnir dvergar.[1] Hvítir dvergar eru kulnaðar sólstjörnur, lokastig þróunar flestra sólstjarna í alheimi. Þeir eru daufir og þéttir hnettir á stærð við jörðina en álíka massamiklir og sólin. Eftir um 5 milljarða ára þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?

Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn?

Í stuttu máli hefur tunglið (og reyndar sólin líka) þau áhrif á sjóinn að það togar hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er. Svonefndur aðdráttarkraftur frá tungli og sól veldur sjávarföllum á jörðinni. Orðið sjávarföll er notað um reglulegar breytingar á hæð sjávarborðs. Þegar sjávarstaðan er lág er fjara...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættri eldgosahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 56 talsins, þar af 33 gos síðustu 50 árin og 18 á þessari öld. Litli-Hrútur, mynd frá 18. júlí 2023. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos á rúmlega tveggj...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er skáldskapur?

Orðið 'skáldskapur' merkir nánast 'það sem skáldin skapa'. Flestir tengja skáldskap líklega við það sem menn yrkja, til dæmis ljóð. Í Heimskringlu er sagt frá atgervi Óðins og hvers vegna hann var tignaður. Þar segir meðal annars:hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. Mælti hann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Georges Cuvier og áhrif hans á vísindi samtímans?

Georges Léopold Chrètien Frèderic Dagobert Cuvier fæddist 29. ágúst árið 1769 í smábæ, sem þá hét Mömpelgard í Württemberg í Þýskalandi, nærri frönsku landamærunum og skammt norður af Sviss. Upp úr frönsku stjórnarbyltingunni, eða árið 1793, var bærinn innlimaður í Frakkland og heitir síðan Montbéliard. − Cu...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...

category-iconLæknisfræði

Getið þið sagt mér hvernig sullaveikin smitast, breiðist út, meðferð við henni og einkennum?

Sullaveiki er smitsjúkdómur af völdum sníkjudýrs sem herjar á menn og önnur spendýr, svo sem kindur, hunda, nagdýr og hesta. Sjúkdómsvaldur er lirfustig nokkurra undirtegunda Echinococcus bandormsins. Þeirra algengust er Echinococcus granulosus, sem finnst nánast alls staðar í heiminum. Sú tegund olli sullaveiki á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?

Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig getur tilviljun eða heppni komið mönnum á rétt spor í vísindalegri uppgötvun?

Fjölmörg dæmi eru um uppgötvanir af hreinni tilviljun. Stundum eru menn fljótir að nýta sér nýfengna þekkingu og þróa nýjar aðferðir eða tæki. Þegar fyrirbærið virðist flóknara þá leita menn skilnings á því og beita þá vísindalegum aðferðum. Forvitnin er mikilvæg í þekkingarleitinni, löngunin til að vita og skilja...

Fleiri niðurstöður