Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3513 svör fundust
Hvar í heilanum er meðvitundin?
Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...
Hvað er mikill straumur í einni eldingu?
Spyrjandi spurði einnig hvernig eldingar myndast en um það hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Spennan sem myndast milli tveggja skýja eða milli skýja og jarðar í þrumuveðri getur numið milljónum volta. Loftið v...
Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?
Æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæði í náttúrunni og einnig af manna völdum. Í raun hefur slík kynblöndun verið reynd hjá öllum helstu hópum spendýra. Eigi afkvæmin hins vegar að vera lífvænleg þurfa tegundirnar sem blandað er að vera mjög skyldar. Nær undantekningalaust eru afkvæmin ófrjó og...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?
Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir. Arfgengir taugasjúkdómar lýsa sér í breytingum í gerð sameinda taugakerfisins sem lei...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...
Notar íslenska lögreglan lygamæla og standast slíkar mælingar fyrir dómstólum?
Eftir því sem höfundur kemst næst eru lygamælar ekki notaðir á Íslandi og alls ekki á neinn almennan og skipulagðan hátt. Það er hins vegar fróðlegt er að velta fyrir sér sönnunargildi slíkra upplýsinga. Rétt er að árétta í upphafi að ekki er hægt að neyða mann til að gangast undir próf með lygamæli, enda er ...
Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldru...
Hvernig er styrja veidd?
Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 35...
Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?
Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helming...
Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...
Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim?
Jökulhlaup eru flóð sem falla frá jöklum og stafa af því að lón við eða undir jöklinum tæmast. Þau geta líka átt sér stað af völdum eldgosa undir jökli. Lónin geta verið svokölluð jaðarlón sem jökull stíflar upp, til dæmis í hliðardal og eru Grænalón við Skeiðarárjökul og Vatnsdalslón við Heinabergsjökul dæmi um s...
Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?
Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...
Hverjir eru kirkjufeður?
Kirkjufeður eru þeir einstaklingar nefndir, um hundrað að tölu, sem voru leiðtogar og fræðarar kristninnar fyrstu tæpar átta aldirnar, það er að segja á aðalmótunarskeiði hennar. Oftast eru postularnir þó undanskildir sem og aðrir höfundar Nýja testamentisins. Sumir þessara svokölluðu kirkjufeðra rituðu til að...