Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1286 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconVísindi almennt

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...

category-iconNæringarfræði

Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?

Upprunalega spurninginn var: Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu? Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu. Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?

Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum búa leðurblökur?

Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu. Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconLögfræði

Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?

Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...

category-iconLögfræði

Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?

Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...

category-iconLögfræði

Mega þroskaheftir kjósa?

Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...

category-iconHeimspeki

Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga óháð vilja foreldra?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarrar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Einfalda svarið við spurningunni er: Já, ef börnin hafa náð 16 ára aldri. Þrátt fyrir að foreldrar fari með forsjá barna til 18 ára aldurs verða börn hér á landi sj...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?

Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?

Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...

category-iconLögfræði

Hvernig er staðið að gjafagerningi á fasteign?

Gjafagerningar eru ein gerð samninga. Samningar geta haft nánast hvaða form sem er, allt frá einhliða munnlegum loforðum eins og til dæmis 'ég skal gefa þér þennan bíl hérna', til flókinna skriflegra samninga sem yfirleitt krefjast samþykkis beggja eða allra aðila. Um gjafagerninga á fasteignum gilda ákveðin l...

Fleiri niðurstöður