Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1584 svör fundust
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?
Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...
Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til? Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar...
Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?
Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...
Hver er vatnsmesta á Íslands?
Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili. Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimil...
Er það jafn rétt málfræðilega séð að dóttir manns sé Júlíusardóttir og Júlíusdóttir?
Málfræðilega er jafn rétt að segja að einhver sé Júlíusdóttir/Júlíusson og Júlíusardóttir/Júlíusarson. Júlíusdóttir/-son er svonefnd stofnsamsetning. Stofn finnst eins og kunnugt er best í þolfalli eintölu, í þessu tilviki Júlíus (þf. et.). Júlíusardóttir/-son er aftur á móti eignarfallssamsetning. Stofnsamsetning...
Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?
Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...
Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?
Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...
Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu?
Það er rétt að ljóshraðinn er nálægt þessari einföldu tölu þegar við skrifum hann samkvæmt metrakerfinu sem við notum í mælingum og tugakerfinu sem við notum venjulega til að skrifa tölur. Ef spyrjandi á við þetta tölulega atriði er hins vegar rétt að upplýsa að vísindamenn líta yfirleitt á það sem algera tilvilju...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?
Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...
Hver er stærsta þekkta frumtalan?
Frumtölur eru þær náttúrlegu tölur sem eru aðeins deilanlegar með 1 og sjálfri sér. Fyrstu frumtölurnar eru 2, 3, 5, 7 og 11. Þegar þetta er skrifað er stærsta þekkta frumtalan talan 232.582.657 - 1 og til að skrifa hana út í tugakerfinu þarf tæpa 10 milljón tölustafi. Það var staðfest að þessi tala væri frumtal...
Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?
Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...