Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4907 svör fundust
Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá? Áni og Ánar eru nefndir samhliða og Ánar var nefndur faðir jarðarinnar.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals segir að orðið ánamaðkur/ánumaðkur sé afbökun á ámumaðkur. Ámumaðkur er dregið af orðinu áma sem h...
Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...
Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?
Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...
Hvers vegna á að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt?
Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara enda eru Jón og Jóhannes aðeins tvö afbrigði sama nafns og hún er sögð fæðingardagur hans. Um þetta má lesa nánar í svarinu Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? eftir Unnar Árnason. Jónsmessunóttin, aðfaranótt 24. júní, er ein þeirra fjögurra nátta í íslenskri þjóðtrú s...
Hvernig myndaðist alheimurinn og hvað er hann gamall?
Í dag telja vísindamenn að alheimurinn hafi myndast við svokallaðan Miklahvell fyrir um það bil 15 milljörðum ára. Það er þó erfitt að segja til um þá tölu nákvæmlega eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvenær varð heimurinn til? Við upphaf alheimsins hefur efni hans verið óendan...
Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?
Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...
Hvort á að segja/skrifa ungabarn eða ungbarn?
Samsett orð sem vísa til ungs aldurs á einhvern hátt eru flest stofnsamsett, það er notaður er stofn orðsins ungur til þess að mynda fyrri lið samsetts orðs. Einfaldast er að finna stofn lýsingarorða í nefnifalli kvenkyni. Dæmi um samsetningar með ung- að fyrri lið en barn að síðari lið eru ungbarnadauði, ungbarna...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?
Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...
Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...
Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?
Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum. Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar ...
Hvað syndir hvítháfur hratt?
Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað ná...
Hvað stóð í saltara?
Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...
Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?
Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...
Hvers vegna verður maður fatlaður?
Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri...