Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á gulri, grænni og rauðri papriku?

Til eru margar gerðir af paprikum, ólíkar að stærð, lögun og lit. Allar paprikur mynda fyrst græn aldin en þegar þau þroskast breyta þau um lit og verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá. Græn paprika er því í raun óþroskuð. Það er þó meira en liturinn sem breytist við þroskun, bragð og næringaref...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?

Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex. Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist orðið læðingur því að læðast?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Mig langar að spyrja ykkur um orðið læðing. Mér finnst ómögulegt að það tengist ekki því að læðast eins og hlaup tengist því að hlaupa eða róður tengist því að róa. Ég kíkti í orðabók og þar var bara talað um fjöturinn Læðing og skafrenning. Þá prófaði ég að gúggla læðin...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er segulskekkja á Íslandi í dag?

Misvísun (segulskekkja, e. magnetic declination) segir til um hornið (í láréttu plani) milli segulnorðurs (það er stefnunnar sem áttavitanál vísar á) og hánorðurs (það er stefnunnar til norðurpóls) á hverjum stað. Misvísunin er ekki aðeins breytileg eftir stað heldur einnig tíma. Misvísun er hornið milli seguln...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?

Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...

category-iconEfnafræði

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

category-iconHugvísindi

Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?

Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sefur mest?

Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?

Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...

category-iconSálfræði

Er einhver aldurs- og kynjamunur á stríðni barna?

Aldursmunur á árásargirni Börn öðlast snemma skilning á því að þau geti gert öðrum illt. Á öðru aldursári eykst markháð árásargirni (e. instrumental aggression) þeirra verulega, það er árásargirni eða ýgi sem snýst um að fá eitthvað í sinn hlut. Hver kannast til dæmis ekki við að tveggja ára barn fái brjálæðisk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér frá stökklum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru kakkalakkar á Íslandi?

Svarið verður að vera játandi, það hafa fundist kakkalakkar á Íslandi en þeir berast iðulega með varningi til landsins. Almennt þrífast kakkalakkar þó ekki hér á landi þar sem veðurfarið er þeim mjög óhagstætt. Þrátt fyrir það eru dæmi um að dýr sem hingað hafa borist hafi náð að hreiðra um sig í heimahúsum og hef...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar skáld var William Blake?

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...

Fleiri niðurstöður