Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi?
Svarið við spurningunni er einfaldlega já. Það er alveg fullkomlega eðlilegt að verða þreyttur og pirraður á ákveðnum hljóðum. Hinu er ekki að neita að það er afskaplega persónubundið hvort og hversu mikið þau fari í taugarnar á fólki, og þá er lykilatriði hve mikla athygli fólk veitir smjatti, sötri og öðrum slík...
Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?
Kómódódrekinn eða eyjafrýna (Varanus komodoensis, e. Komodo dragon) er kenndur við eyjuna Kómódó undan ströndum Súmötru í Indónesíu, en þar og á nokkrum nágrannaeyjum meðal annars Rinca, Padar, Flores, Gili Motang og Owadi Sami, á hann heimkynni sín. Drekinn gengur undir mörgum heitum meðal eyjaskeggja til að myn...
Hvaðan komu fyrstu hundarnir og hvernig eru hundar ræktaðir?
Hundar (Canis familiaris) eru náskyldir úlfum og tilheyra þeir báðir sömu ættinni, hundaættinni (Canidae), sem inniheldur aðeins um 35 tegundir í um það bil 10 ættkvíslum. Nánasti forfaðir hunda er talinn vera timburúlfurinn (Canis lupus lyacon), en mjög lítill erfðafræðilegur munur er á hundum og úlfum og geta þe...
Hvað getið þið sagt mér um hetærur?
Hetærur voru forngrískar gleðikonur en orðið sjálft, ἑταίρα, merkir „vinkona“. Oftast voru hetærur af erlendum uppruna, ambáttir eða frelsingjar. Stundum voru þær atvinnudansarar eða hljóðfæraleikarar, sem léku listir sínar í samdrykkjum, eins konar drykkjuveislum eingöngu ætluðum kö...
Hvað voru skömmtunarárin?
Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...
Er hægt að nota vetnisperoxíð til tannhvíttunar?
Vetnisperoxíð (e. hydrogen peroxide) er vökvi með efnaformúluna H2O2. Efnið er aðeins þykkara en vatn og örlítið bláleitt á hreinu formi en litlaust þegar það er blandað vatni. Vetnisperoxíð er til ýmissa hluta nytsamlegt, það er meðal annars notað sem sótthreinsir, til að hreinsa drykkjarvatn, aflita hár og efni ...
Hve margar geta krabbameinsfrumur í blóði orðið? Fer það eftir aldri eða tegund krabbameins eða einhverju öðru?
Krabbameinsfrumur af ýmsum tegundum geta komist í blóð, borist með því og sest síðan að annars staðar í líkamanum og myndað meinvörp. Þegar þetta gerist eru aldrei nema fáar krabbameinsfrumur á ferðinni í blóðstraumnum. Einu illkynja frumurnar sem eru í verulegum fjölda í blóði eru þær sem eiga uppruna sinn í blóð...
Af hverju myndast regnbogi þegar sólin skín og það rignir?
Í svari Ara Ólafssonar við spurningunni: Hvernig myndast regnboginn? stendur: Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnb...
Hvað eru til margar tegundir af músum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri? Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyr...
Hvað er ferðasúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...
Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?
Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...
Hvað getið þið sagt mér um kamikaze-sjálfsmorðsárásirnar í seinni heimsstyrjöldinni?
Kamikaze voru sérstakar sjálfsmorðssveitir japanska hersins á síðustu mánuðum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kamikaze-flugmenn flugu vélum sínum af ásettu ráði á herskip og önnur skotmörk andstæðinganna. Talið er að allt að 4000 japanskir hermenn hafi fórnað sér í kamikaze-árásum. Orðið kamikaze (神風...
Hvað eru fordómar?
Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...
Hvað er orðið innviðir gamalt og hvernig hefur merking þess breyst í málinu?
Orðið innviðir heyrist og sést mjög oft um þessar mundir. Þetta er ekki nýtt orð – það kemur fyrir þegar í fornu máli og er þá eingöngu notað í bókstaflegri merkingu um tréverk í skipi, annað en ytra byrði. Síðar er einnig farið að nota orðið um hús – „Kirkjan að ytri súð og innviðum mjög lasleg og ágengileg“ segi...
Hvað er súpereldgos?
Hér er einnig svarað spurningunum:Getur risaeldgos orðið að veruleika? Ef svo er hverjar eru líkurnar? Gæti orðið ofureldgos á Íslandi? Hvað er VEI-flokkun (þetta hefur eitthvað með jarðfræði að gera)? Eldgosum er skipt í nokkra flokka. Flestir sem eitthvað hafa lesið sér til um eldgos kannast við nöfn eins og ...