Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver drap Snorra Sturluson?
Snorri Sturluson fæddist í Hvammi í Dölum árið 1178 og var veginn í Reykholti árið 1241. Hann var mikill stjórnmálamaður, fræðimaður og eitt merkasta skáld Íslendinga en hann skrifaði meðal annars Heimskringlu og Eddu. Sumir fræðimenn telja hann einnig höfund Egils sögu. Snorri var sonur Hvamm-Sturlu og t...
Af hverju heitir Geysir enn sama nafni þótt hann gjósi ekki lengur?
Við notum orð meðal annars til að tákna hluti og fyrirbæri í raunveruleikanum. Orðin hjálpa okkur að ná tökum á veröldinni. Tökum lítið dæmi: Gunni og Geir búa saman og hafa gagn af því að nota orðin til að ræða málin og framkvæma hluti. Gunni segir við Geir: "Farðu með ruslapokann í ruslatunnuna," og Geir ski...
Hvað er einn hestur mörg hestöfl?
Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu. Hestafl er mælieining um a...
Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?
Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...
Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?
Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...
Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...
Hvað er vitað um skelkrabba?
Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...
Hvaðan kemur sá siður að heilsa að hermannasið?
Uppruni hefða og siða er oft ansi óljós. Vitanlega eru til margar skýringar á hinum ýmsu siðum sem okkur kann að virðast sennilegar en það sem þykir „eðlilegt“ nú þarf ekki að hafa viðgengist fyrir hundruðum ára. Að heilsa að hermannasið virðist upprunlega tengjast nokkuð þeirri hefð að heilsa með hægri hendi....
Eru einhver örnefni á Íslandi tengd prjónaskap?
Já, nokkur örnefni á Íslandi eiga uppruna sinn að rekja til prjónaskapar. Í hlíðarbrún ofan og austan Saurbæjar á Hvalfjarðarströnd, þar sem hæst ber, er klettur einstakur og nefnist Prjónastrákur. Neðan við Prjónastrák er Fannahlíð þar sem áður fyrr voru haldnar Hallgrímshátíðir sem kallaðar voru (Árb. Ferðafél. ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júní 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör júnímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvaðan er orðið gáll komið í sambandinu „þegar sá gállinn er á henni“? Hversu margir dóu í heimsstyrjöldi...
Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?
Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...
Eru bananar ræktaðir á Íslandi og seldir í stórum stíl til útlanda?
Vísindavefurinn hefur fengið allnokkrar spurningar um banana og bananaræktun á Íslandi, meðal annars þessar: Eru bananar ræktaðir og fluttir frá Íslandi í einhverju magni? Hversu margar bananaplöntur vaxa á Íslandi, geta bananar þroskast hér og hafa íslenskir bananar verið seldir í búðum? Eru bananar ræktaði...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag?
Öll spurningin hljóðaði svona: Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað. Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða. Í 117....
Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?
Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...