Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1178 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...

category-iconVísindi almennt

Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?

Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigurður Gylfi Magnússon stundað?

Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hann kom til starfa við Háskóla Íslands sem fastráðinn starfsmaður árið 2014 eftir að hafa verið sjálfstætt starfandi fræðimaður frá því hann gekk frá prófborði árið 1993 í Bandaríkjunum til ársins 2010. Á því á...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconJarðvísindi

Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?

Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?

Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...

category-iconJarðvísindi

Hver er kornastærð gjósku?

Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?

Stutta svarið er að þrjár tegundir fiska lifa í Þingvallavatni, urriði (Salmo trutta), hornsíli (Gasterosteus aculeatus) og bleikja (Salvelinus alpinus). Bleikjurnar í Þingvallavatni teljast því vera ein og sama tegundin. Hins vegar eru bleikjurnar í vatninu skilgreindar sem fjögur mismunandi afbrigði (e. morph), ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?

Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið "ort" komið?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út? Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin v...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var sagt um hafísinn í blöðum árið 1918?

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Fylgifiskur þessarar ku...

category-iconHugvísindi

Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...

Fleiri niðurstöður