Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Í hvaða píramída er Kleópatra grafin?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Enginn veit hvar gröf Kleópötru Egyptalandsdrottningar er að finna en víst er að hún er ekki í píramída. Talið er að fyrsti egypski píramídinn, sem kallast þrepapíramídinn í Sakkara, hafi verið reistur í valdatíð Djoser fyrsta konungs þriðju konungsættarinnar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?

Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt. Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu el...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu nauðsynleg eru nýrun?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim? Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...

category-iconJarðvísindi

Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?

Það er ekkert eldfjall sem hefur gosið stanslaust frá því að jörðin myndaðist enda hefur mikið breyst á þeim milljörðum ára sem jörðin hefur verið til. Eldfjöll, eins og önnur jarðlög, eru sífellt að myndast eða mást; þau hlaðast upp í eldgosum en síðan vinna roföflin smám saman á þeim og þau hverfa. Erfitt e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?

Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða plöntur éta hreindýr helst og hvaða tegundir forðast þau?

Á árunum 1980 til 1982 fóru fram rannsóknir á fæðuvali hreindýra á beitilöndunum fyrir norðan Vatnajökul. Snæfellsöræfi eru helstu vor- og sumarbeitilönd hreindýranna á þessu svæði. Þegar vorið gengur í garð, færa dýrin sig smám saman inn á snjóþyngri svæðin og nýta þannig yngstu og næringarríkustu plönturnar á hv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?

Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er best að skrifa heiti sjúkdómsins COVID-19?

COVID-19 er alþjóðlegt heiti á þeim sjúkdómi sem kórónuveiran (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2 eða SARS-CoV-2) veldur. Það er stytting á coronavirus disease 2019. Þar sem þetta heiti er upphaflega skammstöfun þá er rétt að rita það með hástöfum en ekki lágstöfum, það er COVID-19. Ekki eru rit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?

Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju er rauður litur jólanna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?

Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...

category-iconEfnafræði

Hver eru mengunaráhrif brennisteins?

Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp sjónaukann?

Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...

category-iconVeðurfræði

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?

Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...

Fleiri niðurstöður