Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3289 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er algengasti blóðflokkur í heimi?

Þegar fjallað er um blóðflokka er oftast átt við ABO-blóðflokkakerfið og Rhesus-kerfið, enda þótt mun fleiri blóðflokkakerfi séu til. Þegar talað er um blóðflokka í ABO-kerfinu er átt við fjóra flokka, O, A, B og AB. Um blóðflokkakerfið má lesa nánar í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvernig verkar bl...

category-iconVerkfræði og tækni

Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?

Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jarðskjálftum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...

category-iconNæringarfræði

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að smitast af krabbameini?

Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...

category-iconJarðvísindi

Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?

Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?

Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast zíkaveira?

Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...

category-iconUmhverfismál

Hvað gæti mannkynið gert til þess að draga úr hlýnun jarðar?

Hér er einnig svarað spurningu Hildar Katrínar:Hvernig er hægt að minnka losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið? Mannkynið verður að minnka brennslu kola, olíu og bensíns, sem eykur styrk gróðurhúsalofttegunda. Í þess stað þarf að nýta vatnsorku og jarðhita, og framleiða rafmagn með vindmyllum, sjávarföll...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?

Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Teljast bjargdúfur til villtra íslenskra fuglategunda?

Þeir sem búa í þéttbýlinu á Suðvesturlandi þekkja flestir dúfur (Columbidae) sem réttilega eru kallaðar húsdúfur og hafa haldið til á torgum og götum í Reykjavík í áratugi. Húsdúfan er afkomandi villtra dúfna sem nefnast bjargdúfur. Þessar villtu frænkur húsdúfnanna hafa numið hér land og ættu því að teljast rétti...

Fleiri niðurstöður