Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

category-iconStærðfræði

Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?

Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær fæddist Jesús Kristur?

Fyrir flestum kristnum mönnum er það aukaatriði hvaða dag eða ár Jesús fæddist í Palestínu. Sagnfræðingar og guðfræðingar eru ekki á einu máli um hvenær það var en hafa í rannsóknum sínum flestir komist að því að ekki var það 25. desember árið 0 eða eitt, að okkar tímatali. Rannsóknir benda til að Jesús hafi fæðst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kettir andað með nefinu?

Að öllu jöfnu anda kettir með nefinu. Á vefsíðum sem fjalla um heilbrigði katta kemur fram að ef köttur andar með munninum þá eigi að fara með hann tafarlaust til dýralæknis. Að jafnaði er það ekki eðlilegt að köttur andi með munninum. Nokkrar skýringar eru á því að kettir beita munninum við öndun og engin þeir...

category-iconJarðvísindi

Úr hverju er möttull jarðar?

Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni. Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum s...

category-iconLæknisfræði

Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?

Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum: Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðu...

category-iconNæringarfræði

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka baksýnisspeglar í bílum?

Spyrjandi bætir við:þ.e. sá eiginleiki að þó maður beini speglinum niður í sól sér maður samt umferðina fyrir aftan sig?Speglar til venjulegrar notkunar eru glerplötur húðaðar á annarri hliðinni með speglandi málmhúð sem síðan er þakin varnarlagi af mjúkum massa. Spegilhúðin er á bakhlið spegilsins þannig að gleri...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu nauðsynleg eru nýrun?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvert er helsta hlutverk nýrna og hvaða líffæri tengjast þeim? Við efnaskipti næringarefna mynda frumur úrgangsefni: koltvíoxíð, aukavatn og varma. Að auki verða til eitruð nitursambönd eins og ammóníak og þvagefni við sundrun prótína. Ennfremur hafa lífsnauðsynlegar jónir, ein...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að vinna þennan gaur í nim?

Spyrjandi sendi okkur veffang á síðu sem hægt er að skoða hér. Þessi leikur kallast nim. Reglurnar eru þær að tveir leikmenn skiptast á að taka kúlur og sá sem tekur síðustu kúluna tapar. Í öðrum afbrigðum af leiknum vinnur sá sem tekur síðustu kúluna. Sýnt hefur verið fram á að leiðin til að vinna nim-le...

category-iconHagfræði

Hvar fær maður kennitölu?

Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?

Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kílógrammið skilgreint?

Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconHugvísindi

Af hverju er aðventan fjórar vikur?

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...

Fleiri niðurstöður