Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1703 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? má fræðast um nokkra þætti í líffræði læknablóðsugunnar (Hirudo medicinalis). Læknablóðsugan hefur lengi verið notuð til ýmissa læknismeðferða. Vitað er að Grikkirnir Þeókrítos and Níkandros sem uppi voru á 2....

category-iconHugvísindi

Hvað tilheyrir þeim kvæðum sem kölluð eru eddukvæði?

Hugtakið eddukvæði er notað um fornan norrænan kveðskap sem flestur er ortur undir fornyrðislagi og er ekki eignaður höfundum. Hefð er fyrir því að skipta eddukvæðum í tvennt:goðakvæðihetjukvæðiGoðakvæðin segja frá atburðum úr heimi goðanna en hetjukvæðin frá hetjum sem ekki eru af af goðakyni. Hetjurnar eru su...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota orðið báðir og hvenær orðin hvor tveggja?

Óákveðna fornafnið báðir er notað um það sem telja má með töluorðinu tveir, tvær, tvö. Dæmi: Jón og Sigurður eru vinir. Þeir eru báðir í grunnskóla. Sigríður og Þóra eru báðar í fimleikum. Einar og Þóra spila bæði á píanó. Það er ekki notað með fleirfaldstölunum tvennir, tvennar, tvenn. Þar fer betur á að n...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?

Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?

Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930. Blá heiter hvar væt...

category-iconEfnafræði

Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?

Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?

Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?

Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar ull er í orðinu urmull og hvað er urm?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hverslags ull er urmull? Orðið urmull þekkist frá 17. öld í merkingunni ‘ögn, smábrot, smáleif af einhverju, aragrúi, sægur’. Upphafleg merking mun vera ‘mylsna, smábrot, smælki’. Merkingin ‘aragrúi’ er leidd af nafnorðinu mor ‘smáagnir, grugg, grúi, sægur’ (Ásgeir Blöndal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó a...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...

Fleiri niðurstöður