Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 698 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Sveinn Pálsson og hvert var framlag hans til vísindanna?

Sveinn Pálsson (1762-1840) fæddist og ólst upp á Steinsstöðum í Skagafirði, elstur sex systkina. Að loknu fimm ára námi á Hólum 1782 reri hann eina vetrarvertíð í Njarðvík og hóf síðan læknanám hjá Jóni Sveinssyni landlækni í Nesi við Seltjörn. Þar var hann fjóra vetur en sigldi til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn h...

category-iconJarðvísindi

Hvernig grafa ár sig niður?

Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða fuglar búa á norðurpólnum?

Á norðurpólnum, nyrsta punkti jarðar, er ekkert land heldur aðeins haf sem þakið er ís allan ársins hring. Dýralíf á norðurpólnum er afar fátæklegt og eflaust má dvelja þar lengi án þess að sjá nokkuð kvikt. Hvítabirnir (Ursus maritimus) fara sjaldnar norður fyrir 82° N vegna lítils fæðuframboðs. Þó hafa hvíta...

category-iconEfnafræði

Hvað er gas?

Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Á hvaða reikistjörnu er mesta þyngdartogið?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?

Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...

category-iconEfnafræði

Finnst grafít á Íslandi?

Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Þegar fólk verður stressað eykst magn streituhormónsins kortisóls í blóði. Nánar tiltekið eykst svokallað stýrihormón nýrnahettubarkar (SHNB eða ACTH) sem aftur eykur seyti kortisóls og skyldra streituhormóna í blóðrásina. Þetta streituviðbragðakerfi veldur örvun og svefnleysi. Rannsakendur við Svefnrannsókna- og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir hnísan?

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...

Fleiri niðurstöður