Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1667 svör fundust

category-iconEfnafræði

Við hvaða hitastig og þrýsting bráðnar ál?

Ál er fljótandi á hitabilinu 660,32°C - 2519°C við eina loftþyngd samkvæmt 85. útgáfu CRC (Handbook of Chemistry and Physics) og með markpunkt (einnig kallað krítískur punktur, e. critical point) 6700°C.1,2 Samkvæmt heimildum hækkar bræðslumark áls við hækkun á þrýstingi en lækkar ekki og því ætti ekki að vera hæg...

category-iconStærðfræði

Hvað er sínus og hver fann hann upp?

Upprunalega spurningin var: Hver fann upp sínus og hvað er hann í raun og veru? Þá er átt við sínus í stærðfræði. Sínus er mælikvarði á stærð horns. Í stuttu máli: Sínus af horninu v er lengdin á hálfum streng í einingarhring. Strengurinn spannar tvöfalt hornið, 2v. Sjá mynd 1. Mynd 1: Strikið AB er stre...

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Kúka hvalir?

Já, vissulega „kúka“ hvalir líkt og önnur spendýr. Reyndar er það sameiginlegt öllum lífverum að losa sig við úrgang. Saurlát hvala er í reynd afskaplega mikilvægt fyrir vistkerfi sjávar, meðal annars með dreifingu næringarefna upp í efri lög sjávar. Næringarefnin eru mikilvæg ljóstillífandi lífverum líkt og g...

category-iconSálfræði

Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...

category-iconStærðfræði

Hefur það einhverja merkingu að velja stak af handahófi úr óendanlegu mengi?

Öll þekkjum við ferlið að velja einn kost af nokkrum af hreinu handahófi þar sem hver kostur kemur upp með jöfnum líkum. Kunnugleg dæmi eru að kasta krónu til að velja milli tveggja kosta (til dæmis hvort liðið byrjar kappleik) með jöfnum líkum $1/2$ ($50\%$) á hvorum þeirra og að kasta sex hliða teningi til að fá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist þegar kvika kemur upp úr gosrás?

Þegar kvika (bráðið berg) rís úr gosrás og tvístrast í gjósku er hún upphaflega meira en 800°C heit og fer hratt, um 600 metra á sekúndu.[1] Gjóskan rís síðan með gosmekkinum, sem í upphafi er gerður af gjóskunni, sem er 90-99% af massa makkarins og afgangurinn úr eldfjallagastegundum eins og vatni, koltvíoxíði, b...

category-iconVeðurfræði

Er mikill munur á vindhraða í lægðum sem koma yfir Ísland og fellibyljum sem ganga yfir Ameríku?

Já, það getur verið mikill munur. Vindhraði í verstu fellibyljum er allmiklu meiri en í verstu vetrarlægðum. Í textanum hér að neðan er lítillega fjallað um styrkleikaflokkun hitabeltisstorma og fellibylja. Að meginhluta er textinn lausleg þýðing á skilgreinandi texta bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar – les...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er átt við með leiðni í ám?

Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn. Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?

Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnaendingin -þrasir?

Ásgeir Blöndal Magnússon tengir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1189–1190) –þrasir í nöfnunum Dolgþrasir, Lífþrasir og Mögþrasir sögninni að þrasa ‛þjarka, þrefa, þrátta; †æða, fara hratt; fnæsa’. Af henni er leitt nafnorðið þras ‛þræta, þjark, hávaði’. Af sama toga telur hann kvenmannsnafnið Hlífþrasa í...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?

Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...

Fleiri niðurstöður