Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9481 svör fundust
Hvað er ljósleiðari?
Þegar talað er um ljósleiðara er oftast átt við granna þræði úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni, en ljósleiðarar eru einnig notaðir í öðrum tilgangi, til dæmis í lækningatækjum. Til að skilja...
Hvers vegna fær fólk hrukkur?
Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...
Af hverju eru unglingsárin svona erfið?
Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...
Hvað er 'spam'?
'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'. Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðss...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Hvað er kona?
Einfalt svarið við spurningunni Hvað er kona? er: "kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens" eða með öðrum orðum, einstaklingur sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með píku og leg en ekki tippi og fær brjóst þegar hún verður kynþroska, fær ekki skegg og fer ekki í mútur. En spurningin er margslungna...
Hvað er lotukerfið?
Í lotukerfinu (periodic system) er öllum frumeindum eða atómum sem til eru skipað í kerfi sem hægt er að sýna í töflu. Taflan sýnir innbyrðis skyldleika frumeindanna eftir massa þeirra, sætistölu og rafeindaskipan. Lotukerfið sýnir um leið efnafræðilegan skyldleika frumefna (elements), það er efna sem samsett eru ...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hver er hin almenna skilgreining á þunglyndi?
Við þekkjum öll að lundin getur verið breytileg frá einum tíma til annars. Stundum liggur illa á okkur og við finnum til leiða og jafnvel depurðar. Slík tímabundin niðursveifla er í flestum tilfellum eðlileg. Fari sveiflurnar hins vegar að ganga út fyrir ákveðin mörk og fara að hafa áhrif á daglegt líf dögum eða v...
Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...
Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?
Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...
Hvernig myndast snjókorn?
Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft. Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem ...
Hvað gerist í líkamanum við áreynslu?
Við líkamlega áreynslu verða töluverðar breytingar á allri líkamsstarfsemi. Þessar breytingar miða meðal annars að því að búa líkamann undir aukna notkun beinagrindarvöðva á súrefni og orkuefnum og losa þá við koltvísýring (CO2), önnur úrgangsefni og varma. Öndun eykst verulega við áreynslu, úr 5-7 lítrum á mín...