Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 196 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvernig verður gler til?

Til að búa til glært gler á einfaldasta formi þarf að blanda saman við hátt hitastig, sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis. Þegar efnin eru hituð blandast þau saman á fljótandi formi og koltvíildi rýkur burt. Síðan er blandan snöggkæld og við það ná frumeindirnar ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða geimför eru að lenda á Mars núna?

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Hvenær verður mannað geimfar sent til annarrar plánetu í sólkerfinu og til hvaða plánetu verður það sent? Hvernig gengur undirbúningur hjá NASA um mannaðar ferðir til Mars?Þegar þetta er skrifað sveima tvö geimför umhverfis reikistjörnuna Mars, Mars Global Su...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?

Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconEfnafræði

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

category-iconJarðvísindi

Hvað er innst inni í jörðinni?

Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...

category-iconLæknisfræði

Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?

Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sjórinn mörg prósent af flatarmáli jarðar?

Yfirborð jarðar er um 510.072.000 km2 að flatarmáli. Þar af er þurrlendi 148.940.000 km2 eða 29,2% en 361.132.000 km2 eða 70,8% eru undir vatni, að langmestu leyti sjó. Um 71% yfirborðs jarðar er þakið sjó. Heildarrúmmál vatns á jörðinni er um 1.386.000.000 km3 og eru um 97% þess salt vatn eða sjór. Ferskva...

category-iconEfnafræði

Er hvít málning þyngri en svört?

Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn?

Hér verður einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hver er munurinn á þurrís og venjulegum ís? Er þurrís virkilega svo kaldur að mann getur kalið ef maður snertir hann? Af hverju breytist þurrís ekki í vökva við bráðnun? Hvernig býr maður til þurrís? Hvar er þurrís notaður? Margir hafa eflaust séð þegar þurrís ...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?

Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...

category-iconJarðvísindi

Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?

Þegar fastefni er hitað, bráðnar það eða gufar upp eftir aðstæðum -- og ef það er eldfimt og súrefni fyrir hendi, brennur það. Meðfylgjandi mynd sýnir jafnvægisástand kolefnis við mismunandi hita og þrýsting. Við þrýsting minni en 0,01 GPa (100 loftþyngdir) bráðnar demantur (sem hér er hálfstöðugur) ekki, heldur g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta köngulær borist yfir úthöf?

Almennt er álitið að landnám smádýra tengist sjóstraumum að einhverju leyti og svo ríkjandi vindáttum.[1] Talið er að uppruna ýmissa smádýra hér á landi megi til að mynda rekja til Noregs og að hluti þeirra hafi komið með rekís þöktum einhverjum gróðri. Dýr í grýttum fjörum á Íslandi eru til dæmis þau sömu og finn...

Fleiri niðurstöður