Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 76 svör fundust
Hvað gerist ef bíll er á sama hraða og byssukúla ferðast, og maður skýtur úr byssu afturábak? Stoppar kúlan eða heldur hún áfram?
Svarið er í stuttu máli hvorki já eða nei heldur "bæði -- og" því að það fer eftir því hvaðan við horfum á það sem gerist. Hraði kúlunnar miðað við byssuna og þar með bílinn ákvarðast eingöngu af gerð og eðli skots og púðurs. Við reiknum með að byssunni sé haldið fastri miðað við bílinn og skotið sé nákvæmlega ...
Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?
Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...
Hvað veldur ókyrrð í háloftum?
Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...
Hvað eru aðfellur í stærðfræði?
Mörg dæmi má finna þess að graf af falli í tvívíðum fleti myndi fagurlega mótaða bogna ferla á tilteknu bili, en teygi sig síðan nær og nær beinni línu en þó svo að grafið fellur aldrei í beinu línuna og sker hana sjaldnast. Lína af þessu tagi nefnist aðfella (e. asymptote). Línan getur verið lárétt, og nefnist þá...
Hver fann upp píanó?
Píanó getur flokkast sem hljómborðshljóðfæri, ásláttarhljóðfæri og strengjahljóðfæri. Það hefur strengi sem slegið er á með hömrum, en hömrunum er stjórnað af hljómborði. Píanókeikarinn spilar því í raun á hljómborð. Píanó hafa yfirleitt 88 nótur, 52 hvítar og 36 svartar. Stundum eru nóturnar í öðrum lit. Strengir...
Hver fann upp blindraletrið?
Hér er einnig hægt að finna svar við spurningunum: Hvernig er stafrófið á blindraletri? Er til íslenskt braille-blindraletur? Ef svo er hvernig lítur það þá út? Frakkinn Louis Braille (1809-1852) fann upp blindraletrið eða punktaletrið, kerfi sem gerir blindum og sjónskertum kleift að lesa og skrifa. Kerfið e...
Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?
Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...
Hvenær varð vefnaður til og hvað er vitað um hann?
Vefnaður er eitt elsta listhandverkið sem ennþá er stundað á jörðinni. Hann varð ekki til á einum stað heldur þróaðist sjálfstætt í ýmsum heimshornum og er samofinn fastri búsetu mannkynsins á jörðinni. Fundist hafa leifar af allt að 7000 ára gömlum teppum eða efnum í Egyptalandi og við fornleifauppgröft í Tékklan...
Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?
Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...
Hvenær var upphaflega farið að nota punkta, kommur og greinaskil?
Erfitt er að segja til um hvenær fyrst var farið að nota punkta og kommur í rituðu máli og upplýsingar um það efni virðast ekki liggja á lausu. Í ýmsum fornum textum, til dæmis hettitískum áletrunum og textum skrifuðum á sanskrít, eru oftast engin sýnileg merki. Í öðrum textum má sjá strik, oftast lóðrétt eða á sk...
Hver eru helstu fiskimið Íslands?
Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann ...
Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?
Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...
Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?
Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...
Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?
Í lægðum og hæðum nærri að jafnvægi ríki milli tveggja krafta, þrýstikrafts og svigkrafts jarðar sem er oft kenndur við franska verkfræðinginn og stærðfræðinginn Coriolis. Þrýstikraftur togar loftið inn að lægð. Sem dæmi um loftstraum af völdum þrýstikrafts má nefna vind úr uppblásinni blöðru, en loftið streymi...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...