Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1882 svör fundust

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?

Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina v...

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconLögfræði

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?

Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?

Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?

Orðið kirkja er eitt fjölmargra orða sem bárust í norrænan orðaforða fyrir áhrif frá kristni. Orðið er notað í öllum norrænum málum, í færeysku kirkja, dönsku og norsku kirke, í sænsku kyrka og nýnorsku kyrkje. Til Norðurlanda hefur það borist frá vestur-germönskum málum, sennilega úr fornensku cirice, cyrice (e....

category-iconLandafræði

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?

Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig virkar aflgjafinn í tölvum og hvað gerir hann nákvæmlega?

Aflgjafinn (e. power supply) í tölvu sér um að útvega tölvunni nauðsynlegt rafmagn til að keyra tölvuna. Aflgjafinn í borðtölvu tekur inn venjulegt húsrafmagn en aflgjafinn í fartölvu tekur inn spennu af rafhlöðu. Hann breytir inntaksrafmagninu svo yfir í margar mismunandi spennur sem hinn ýmsi búnaður innan tölvu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hefur viðvera og sýnileiki lögreglu áhrif á tíðni afbrota?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hefur aukin viðurvist lögreglu þau áhrif að glæpatíðni minnkar? Umræðan um áhrif viðveru lögreglu á tíðni afbrota á sér langa sögu innan afbrotafræðinnar. Almennt er þá um að ræða sýnilega löggæslu, til dæmis á merktum lögreglubílum, mótorhjólum, hjólum eða lögreglumön...

category-iconLögfræði

Er nekt á almannafæri bönnuð með lögum?

Ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Í 209. grein hegningarlaga er að vísu að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til þess að brotið yrði fellt undir þetta ákvæði. Hins vegar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

category-iconMannfræði

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?

Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...

Fleiri niðurstöður