Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1589 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru margar fastastjörnur í Vetrarbrautinni okkar, og hversu margar eru tvístirni?

Í Vetrarbrautinni okkar eru einhvers staðar á bilinu 100 til 400 milljarðar stjarna eins og lesa má nánar um í svari við spurningunni: Hvað eru margar stjörnur í geimnum? Talið er að helmingur þeirra eða jafnvel allt að 80% séu tvístirni eða fleirstirni. Flestar stjörnur sem við sjáum með berum augum eð...

category-iconFöstudagssvar

Hver er hornasumma einhyrnings?

Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir:Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°]Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°...

category-iconLandafræði

Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?

Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hafa karlmenn hríðahormón?

Í heild sinni er spurningin svona:Hafa karlmenn oxýtosín hormón (hríðahormón) í sér og hvaða hlutverki gegnir það? Oxýtósín (OT) eða hríðahormón myndast í undirstúku heilans en er geymt í afturhluta heiladinguls. Þaðan berst það eftir taugasímum í blóðrásina. Það er einnig seytt frá öðrum stöðum innan heilans og ...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerið þið sagt mér um sjúkdóminn ADEM?

Heiti sjúkdómsins Acute Disseminated Encephalomyelitis mætti þýða sem bráða, dreifða heila- og mænubólgu, en hann verður kallaður ADEM hér. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu í heila og mænu og er hann ástæðan fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu (e. encephalitis). Sjúkdómseinkennin sem fylgj...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jakobsson rannsakað?

Páll Jakobsson er prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snúa að svokölluðum gammablossum, en þeir eru björtustu og orkumestu sprengingar í alheimi, tengdar þyngdarhruni massamestu stjarnanna og eru blossarnir sýnilegir úr órafjarlægð. Ein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er vitað að allar rafeindir séu nákvæmlega eins?

Ekki hefur tekist með beinum tilraunum að sýna fram á neinn mun á eiginleikum einstakra rafeinda en það getur ekki talist endanleg sönnun þess að þær séu allar eins. Rafeindin er ein af þeim tiltölulega fáu grundvallarögnum (öreindum) sem við teljum að heimurinn sé samsettur úr. Aðrar vel þekktar öreindir eru ljós...

category-iconLæknisfræði

Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?

Líkami okkar fær fituleysanlega vítamínið D-vítamín á tvennan hátt, sólarljósið breytir vissum efnum í D-vítamín í húðinni og við fáum einnig D-vítamín með fæðunni. Ef útfjólublátt ljós skín á líkamann, myndast á 10-15 mínútum allt það D-vítamín sem við þurfum þann daginn. Þegar nægjanlegt D-vítamín hefur mynd...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

category-iconVísindi almennt

Hvað var fundið upp á 19. öld?

Margt af því sem nýtist okkur í daglegu lífi má rekja aftur til 19. aldarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að á seinni hluta 19. aldar hafi orðið iðnbylting númer tvö sem grundvallaðist á hagnýtingu rafmagns og nútíma framleiðslu og notkun á bæði jarðolíu og stáli. Það er of langt mál að telja upp ALLT það s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?

Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Alg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru 10 m/s mikið í km/klst, og hver eru tengslin við gömlu vindstigin?

Auðvelt er að reikna út hvað 10 m/s er mikill hraði í km/klst eða km/h; 'h' er alþjóðleg skammstöfun fyrir klukkustund (samanber frönsku 'heure' og ensku 'hour'). Við vitum að í einum kílómetra eru 1000 metrar og í klukkustund eru 3600 sekúndur. Því reiknum við:10 m/s · 3600 s/h · 0,001 km/m = 36 km/h.Þennan útrei...

Fleiri niðurstöður