Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 888 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?
Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...
Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?
Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...
Á hvaða plánetu gerist Star Wars?
Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...
Á hvaða tónlistartímabili hefur rafmagnsgítarinn verið mest notaður?
Rafmagnsgítarinn hefur leikið aðalhlutverk í rokktónlist allt frá því sú stefna varð til. Á undanförum árum hefur sala á hljóðfærinu þó dregist nokkuð saman. Ástæðan er meðal annars sú að megináherslur dægurtónlistariðnaðarins hafa jafnt og þétt færst frá rokki yfir í hipphopp, en í þeirri stefnu eru rafmagnsgítar...
Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?
Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...
Hvers vegna eru hamborgarar kallaðir því nafni?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég hef verið að velta fyrir mér hvers vegna hamborgarar eru kallaðir hamborgarar (hamburgers). Hvaðan kemur þetta „ham”? Var svínakjöt í hamborgurum hér áður fyrr eða kemur þetta borginni Hamborg eitthvað við? Í Íslenskri orðsifjabók (1989, Ásgeir Blöndal Magnússon, Orðabók H...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...
Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?
Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...
Hvað eru tvíburarannsóknir og hvernig eru þær gerðar?
Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja. Á Íslandi má gera ráð fyrir að að minnsta kosti 50-60 tvíburar fæðist á ári en þeir eru langflestir tvíeggja. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu, og eru þess vegna að öllu leyti eins. Tvíeggja tvíburar verða hins vega...
Ef Golfstraumurinn stoppar vegna bráðnunar heimskautaíss væri þá ekki hægt að koma honum af stað aftur með saltefnum?
Golfstraumurinn flytur hlýjan og selturíkan sjó norður eftir Norður-Atlantshafi, miðlar varma til loftsins og því er veðurfar í norðvestur Evrópu og á Íslandi hlýtt miðað við hnattlegu eða breiddargráðu. Þegar ísöld ríkti síðast á norðurhveli, fyrir meira en 10.000 árum, er talið að Golfstraumurinn hafi flætt í No...
Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...
Er „af því bara“ svar?
Orðin „af því bara“ geta verið svar ef sá sem segir þau er að bregðast við spurningu, í flestum tilvikum væri það spurning um af hverju eitthvað er einhvern veginn. Aftur á móti má segja að þau séu ekki mjög gott svar. Oftast spyrjum við spurninga í þeim tilgangi að biðja um upplýsingar eða útskýringar af einhv...
Við félagarnir ætlum að ganga umhverfis landið. Hvað verðum við lengi á leiðinni ef við göngum 7 klukkustundir á dag?
Það er vel gerlegt að ganga hringinn í kringum Ísland og hefur það verið gert. Árið 1985 gekk Reynir Pétur Ingvarsson, íbúi á Sólheimum í Grímsnesi, kringum landið og var gangan farin til þess að safna áheitum til byggingar íþróttaleikhúss á Sólheimum. Reynir Pétur lagið af stað frá Selfossi þann 25. maí og lauk h...
Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...
Gætu mörgæsir lifað á Íslandi?
Mörgæsir (Sphenisciformes) finnast einungis á suðurhveli jarðar; á Suðurskautslandinu og fjölda eyja í Suðurhöfum en einnig við strendur Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu (Ástralíu, Nýja-Sjálandi og nærliggjandi eyjum). Það sem einkennir heimkynni mörgæsa er aðgengi að ríkulegum fiskistofnum á hafsvæðum með mik...