Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4792 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er skilgreiningin á dvergi og eru til íslensk heiti yfir dwarf, midget og pygmy?

Dvergur er oftast skilgreindur sem einstaklingur sem er lægri en 147 cm á fullorðinsaldri. Ensku orðin "dwarf", "midget" og "pygmy" eru öll þýdd með íslenska orðinu dvergur. Til eru orðin skógardvergur og dvergsvertingi yfir þá sem nefnast pygmy á ensku og einnig er orðið íslenskað sem pygmýi. Brjóskkyrkingur e...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...

category-iconStærðfræði

Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?

Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?

Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...

category-iconLögfræði

Hvað felst í drengskaparheiti, hefur það til dæmis eitthvert gildi í ráðningarsamningi?

Hugtakið drengskaparheit er notað í lögfræði og merkir loforð gefið að viðlögðum drengskap. Drengskapur hefur sömu merkingu í lögfræði og í almennri málnotkun, það er veglyndi, göfuglyndi eða heiður. Ef einhver heitir einhverju við drengskap sinn þá heitir sá hinn sami því að drengskapur hans sé í hættu ef hann ef...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?

Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna kviknar í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana?

Það er reyndar ekki svo að það kvikni í heitri olíu þegar vatn kemst í snertingu við hana. Ef olían er hins vegar logandi þá gerir aðeins illt verra að hella vatni á eldinn til að reyna að slökkva hann. Við 150-270°C (eftir því hver olían er) geta olíurnar gefið frá sér reyk og kallast það á ensku smoke point. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta höfrungar?

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fá konur hárlos skömmu eftir fæðingu?

Fjöldi höfuðhára er yfirleitt á bilinu 100.000 til 150.000. Við venjulegar kringumstæður eru um 90% af hárinu á höfði manns að vaxa á hverjum tíma og um 10% í dvala eða hvíld. Hvíldin getur staðið í tvo til þrjá mánuði en að lokum losna hárin sem voru í dvala og falla af en ný hár taka að vaxa í þeirra stað. Áætla...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?

Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

category-iconEfnafræði

Er eldur efnasamband?

Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins? Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar...

Fleiri niðurstöður