Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7965 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða klumpahraun til?

Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...

category-iconLæknisfræði

Hver voru einkenni spænsku veikinnar og hvernig hagaði hún sér?

Almennt um spænsku veikina Spænska veikin er nafn sem festist við heimsfaraldur inflúensu sem hófst árið 1918. Vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar var fréttaflutningur takmarkaður og fréttir af veikinni bárust því misvel. Fyrst var opinberlega talað um slæman faraldur á Spáni, sem ekki tók beinan þátt í fyrri heimss...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?

Engar líkur eru á að sólin geti horfið skyndilega. Hún er af þeirri gerð sólstjarna sem brenna vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega nálægt 10 milljörðum ára, og er ekki nema miðaldra um þessar mundir. Þegar hún hefur brennt öllu vetni sínu mun hún hins vegar þenjast út og verða að svokölluðum rauðum r...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er heimakoma?

Heimakoma eða húðnetjubólga er bakteríusýking í húð, trúlega orsökuð af sýklum sem komast inn um sár. Hana er oftast að finna á andliti eða fótum en hún getur þó komið fram hvar sem er á líkamanum. Heimakoma lýsir sér sem roði, þroti og eymsli og stundum sem rauð strik sem ná frá sýkta svæðinu til næstu eitla. Hen...

category-iconEfnafræði

Hvað er táfýla?

Bakterían Streptococcus albus sem þrífst á yfirborði húðarinnar veldur þar auknum súrleika. Það verður til þess að aðrar bakteríur vaxa vel, sérstaklega þar sem rakinn er mikill (til dæmis í handarkrika og í skóm). Við gerjun bakteríanna myndast illa lyktandi rokgjörn efni eins og bútadíón en lykt þess finnst einn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?

Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upphaflega hugsunin á bak við orðatiltækið að slaka á klónni?

Orðatiltækið að slaka á klónni, sem í nútímamáli er notað um að 'gefa eftir, lina tök' er komið úr sjómannamáli. Kló var í fornu máli notað um lykkju sem fest var í seglröndina eða hornið að neðanverðu, seglskautið. Í gegnum hana voru reipi dregin sem fest voru við seglskautið. Ef veður versnaði, vindur jókst...

category-iconJarðvísindi

Hvað er kol?

Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sólin til?

Sólin og sólkerfið allt varð til úr risastóru gasskýi fyrir um 4600 milljón árum, eins og lesa má um í svari við sömu spurningu hér. Frekari fróðleik um sólina má finna á Stjörnufræðivefnum. Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör um sólina og sólkerfið, meðal annars: Af hverju er sólin heit?Af hverju er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru roðamaurar hættulegir?

Roðamaur heitir réttu nafni veggjamítill (Bryobia praetiosa) en gengur einnig undir roðamaursheitinu. Veggjamítlar eru áttfætlumaurar og tilheyra fylkingu áttfætlna (Arachnida) eins og köngulær og sporðdrekar. Eiginlegir maurar hafa hins vegar sex fætur eins og önnur skordýr. Veggjamítlar eru ekki skaðlegir mönnu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á orðið biðlisti sér samheiti?

Orðið biðlisti er fremur ungt í málinu. Elsta dæmi sem mér hefur tekist að finna er úr Morgunblaðinu frá 1915. Biðlisti er þýðing á danska orðinu venteliste. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók (1985) sem gæti bent til þess að höfundi þeirrar bókar hafi ekki verið kunnugt um samheiti þegar hann gekk f...

Fleiri niðurstöður