Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða hlutverki gegna kvarkar í eiginleikum efnis?
Ef átt er við efni eins og við sjáum það yfirleitt þá er svarið að bein áhrif kvarka sjást ekki í hreyfingu efnis eða uppbyggingu stærri efniseinda, en fjöldi og tegund kvarka í tiltekinni öreind ræður því hins vegar hver öreindin er. Um það má lesa nánar í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hv...
Hver er fámennasti bær/þorp á Íslandi og hversu margir búa þar?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hvað átt er við með hugtökunum bær eða þorp. Hér er gert ráð fyrir að bær eða þorp hafi sömu merkingu og þéttbýli. Í svari Sigurðar Guðmundssonar við spurningunni Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi? kemur fram að al...
Hver fann upp regnhlífina?
Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...
Af hverju er vatn blautt?
Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...
Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?
Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...
Er guðlast bannað með lögum?
Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum settum af Alþingi sem beinlínis bannar guðlast í orðsins fyllstu merkingu. Hins vegar eru ákvæði í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem lýsir þá athöfn refsiverða sem í daglegu tali kallast guðlast:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða...
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...
Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?
Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...
Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?
Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar. Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig ver...
Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...
Hvað verður um afgang fjárlaga?
Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...
Er hægt að titla sig greifa eða barón á löglegan hátt á Íslandi?
Starfsheiti kunna að vera lögvernduð þannig að aðeins þeir sem uppfylla ákveðnar kröfur, til dæmis um menntun eða ákveðin leyfi, megi starfa undir þessu heiti. Þar að baki eru að jafnaði sjónarmið um öryggi og fagmennsku, til dæmis á þetta við um lækna og heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn, sálfræðinga, kennara og ýms...
Hvað eru steinefni?
Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í þv...
Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....