Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3713 svör fundust
Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?
Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...
Hvað er nýplatonismi Plótinosar?
Áður hefur verið fjallað sérstaklega um Plótinos í svari við spurningunni Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Við bendum lesendum á að kynna sér það svar einnig. Útlínurnar í heimspekikerfi Plótinosar Orðið „nýplatonismi“ er uppfinning fræðimanna á 18. öld. Plótinos og sporgöngumenn ...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...
Hvað er vöðvaslensfár?
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...
Ef ég er ekki sammála sjónarmiðum samkynhneigðra er þá hægt að segja að ég sé fordómafullur?
Fyrst ber að nefna að „sjónarmið samkynhneigðra” er afar óljóst hugtak. Samkynhneigðir eru jafn margbreytilegur hópur og gagnkynhneigðir eða hver annar hópur og engan veginn við því að búast að allir samkynhneigðir einstaklingar hefðu sömu sjónarmið eða væru sammála um alla hluti. Því er ekki augljóst hvað spyrjan...
Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?
Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem nytjahænur hafa latínuheitið Gallus Domesticus, hefur þá „gamla“ íslenska hænan eitthvert annað nafn, til dæmis Gallus Domesticus Islandicus? Nytjahænsni nútímans eru komin af svonefndum bankívahænsnum (Gallus gallus) en það er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar ...
Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?
Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...
Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?
Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...
Er rauðhært fólk með gleraugu gáfaðra en annað fólk?
Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um háralit og ljóst er að þetta er málefni sem brennur á fólki. Nú þekkja flestir einhvern rauðhærðan einstakling, sem gengur jafnvel með gleraugu, og telja sig því geta svarað spurningunni á eigin spýtur. En þó fólk gæti komist að réttri niðurstöðu þá gleyma flestir...
Hvað er eigintíðni?
Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú ...