Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2133 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?

Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?

Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru til efni sem storkna við hitun?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Venjulega þarf að flytja varma inn í fast efni svo að það bráðni. Eru til efni sem storkna við aukinn hita?Já, reyndar. Rannsóknahópur við Fourier-háskólann í Grenoble hefur nýverið skrifað vísindagrein um efnablöndu með sérkennilega eiginleika. Í henni er alpha-cyclodext...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er stærsta land í heimi og hve stórt er það að flatarmáli?

Rússland er stærsta land í heimi eða 17.075.200 ferkílómetrar. Þar bjuggu um 142,9 milljónir manna árið 2010. Þar af eru Rússar 79,8%, Tatarar 3,8%, Úkraínumenn 2%, auk rúmlega 100 þjóðarbrota sem eru samtals um 14,% af íbúunum. Heimild og frekari fróðleikur:Russia á Wikipedia. Á þessu vefsetri eru fánar ýmis...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamalt er vatnið sem ég drekk úr krananum heima hjá mér?

Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast. Hve gamalt vatnið er í kalda krananu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?

Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru volt og amper skilgreind?

Rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð. Rafeind er minnsta ögnin sem hefur neikvæða hleðslu en róteind hefur jákvæða hleðslu. Hleðsla rafeindar og róteindar er jöfn að stærð. Rafhleðsla er táknuð með Q og er mæld í coulombs en einingin er táknuð með C eftir franska verkfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (17...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?

Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...

category-iconUmhverfismál

Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?

Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ABC-greining?

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Kólna drykkir hraðar eftir því sem þeir eru í kaldara rými, eins og ef maður lætur bjór í frysti í staðinn fyrir ísskáp?

Stutta svarið er já: Hlutir kólna þeim mun hraðar sem meiri munur er á upphaflegum hita þeirra og hitanum (kuldanum) í umhverfinu. Bjórflaska eða flaska með öðrum vökva kólnar talsvert örar ef hún er sett í frysti en í kæliskáp. Dæmigerður hiti í frystikistu er um það bil -18°C eða 18 stiga frost en í kæliskápu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

Fleiri niðurstöður