Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7672 svör fundust
Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?
Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?
Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...
Hvað verður um frumur sem deyja?
Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...
Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?
Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín M. Jóhannsdóttir rannsakað?
Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf. Doktorsverkefni Kristínar fjallaði um framvinduhorf í íslensku og ensku en hlutverk þess virðist hafa verið að víkka í báðum málum u...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Er hægt að kveikja eld í alkuli?
Til þess að það kvikni í efni þarf súrefni, hita og brennanlegt efni í réttum hlutföllum. Það er í raun ekki hægt að kveikja í föstum efnum eða vökvum heldur kviknar í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau eru hituð að blossamarki (e. flash point). Blossamark efnis er lægsta hitastig þar sem hæg...
Af hverju geta hænur ekki flogið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju fljúga fuglar en ekki hænur? Það er reyndar ekki rétt að hænur geti ekki flogið en þær eru hins vegar afar lélegir flugfuglar. Það sama á við um hænsfugla almennt. Bankívahænsn (Gallus gallus, e. Red jungle fowl) sem er nánasti ættingi nytjahænsna í villtri náttú...
Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?
Stutta svarið við spurningunni er að það gæti gosið aftur í Lakagígum en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það gerist á næstunni. Þekkt er að í megineldstöðvum, eins og Grímsvötnum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem u...
Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur geti læknað mann af náttblindu? Margir kannast eflaust við þá fullyrðingu að gulrætur bæti sjón fólks, sér í lagi þegar myrkur er. Að hluta til er þetta rétt, ef vítamínskortur sem getur valdið náttblin...
Hvers vegna heitir auðnutittlingur þessu nafni?
Orðið auðna merkir 'örlög; hamingja'. Tittlingur í síðari lið orða um smáfugla, svo sem auðnutittling, snjótittling og þúfutittling, á sér samsvaranir að minnsta kosti í færeysku títlingur, norsku titling og enskum mállýskum titling. Í íslenskri þjóðtrú þótti það vísa á gott ef smáfugl hljóp á veginum á undan les...
Hvað er dýpsta vatn landsins?
Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? sem þegar er að finna á Vísindavefnum kemur fram að Jökulsárlón á Breiðamerkursandi er dýpsta stöðuvatn landsins, 260 metra djúpt en þar á eftir koma Öskjuvatn sem er 220 metrar á dýpt og Hvalvatn sem er 160 metra djúpt. Lesendum er bent á að kynna ...