Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3990 svör fundust
Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?
Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg s...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Hvers vegna frýs vatn?
Jón A. Stefánsson spurði 'Hvers vegna er eðlismassi vatns mestur við +4°C en annarra meiri eftir því sem þau kólna meira?' Í vatnssameindinni eru tvær einingar af vetni (vetnisfrumeindir eða vetnisatóm, H) og ein eining af súrefni (O). Vatnssameindin hefur því efnatáknið H2O. Í fljótandi vatni eru þessa...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Hvernig myndast regnboginn?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Regnbogar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hvers vegna spanna þeir mismargar gráður? (Sveinn Guðmarsson) Af hverju er regnbogi bogalaga? (Sveinn Birkir Björnsson) Af hverju er regnboginn "bogi"? Af hverju er hann til dæmis ekki kassalaga eða spírall? (Kjartan Gunn...
Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...
Hver var Stapadraugurinn sem kenndur er við Vogastapa?
Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum...
Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?
Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...
Hvað er Kabbala?
Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...
Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?
Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...
Sjá selir í lit?
Talsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á ýmsum þáttum í lífeðlisfræði sela, þar á meðal á skynjun þeirra. Margt er því vitað um sjónskynjun þeirra sem og aðrar skynleiðir. Selategundir flokkast í tvær ættir eftir því hvort þær hafa ytri eyru eða ekki. Til eyrnalausra tegunda (Phocidae) teljast meðal annarra sæfíl...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...
Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum?
Harði diskurinn og disklingar tilheyra svokölluðu ytra minni í tölvu. Ytra minnið geymir gögn, forrit og næstum allt það sem á að varðveita eftir að slökkt hefur verið á tölvunni. Á hörðum diskum og disklingum eru segulsvið og járnseglandi efni notuð til að skrá upplýsingar. Járnseglandi efni hafa þann eiginlei...