Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust

category-iconHugvísindi

Í hvað detta menn þegar þeir "detta í það"?

Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið „að vera tekinn á teppið“?

Orðasambandið að taka einhvern á teppið er ungt í málinu og merkir að ‘skamma einhvern duglega’. Það þekkist frá síðari hluta 20. aldar. Það er fengið að láni úr ensku: to call somebody on the carpet með vísun til þess að yfirmaður kallar undirmann sinn inn á teppalagða skrifstofu sína til þess (oftast) að setja o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ara og grúi í orðinu aragrúi? Hvaða fyrirbæri er grúi og hver er þessi Ari?! Nafnorðið aragrúi ‘mikill fjöldi’ er sett saman úr hvorugkynsorðinu ar ‘rykkorn í sólargeisla’ og karlkynsorðinu grúi ‘fjöldi, mergð’. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá mið...

category-iconTrúarbrögð

Er Kóraninn til á íslensku?

Kóraninn kom út í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar árið 1993 og endurskoðuð þýðing var gefin út tíu árum síðar. Kóraninn er víða til í enskum þýðingum á Netinu. Á síðunni Hypertext Qur'an er til að mynda hægt að lesa hann í tveimur mismunandi enskum þýðingum og einnig á frummálinu sem er arabíska. Hér...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða kút hrekk ég?

Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta silfurskottur bitið menn?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt. Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti froskur í heimi?

Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hryg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er gullinsnið?

Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?

Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...

category-iconUmhverfismál

Hver eru skaðleg áhrif skordýraeitursins DDT?

DDT (e. dichloro-diphenyl-trichloro-ethane) var fyrst framleitt árið 1939 og reyndist vera árangursríkasta skordýraeitur sem framleitt hafði verið. Það hefur að mestu verið bannað í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu vegna þess hversu skaðlegt það er vistkerfinu. Í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku er það þó enn í notk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?

Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:með því að drekka þaðúr fæðumeð lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?

Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...

category-iconLæknisfræði

Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....

category-iconEfnafræði

Hvað er selen og til hvers þurfum við það?

Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...

Fleiri niðurstöður