Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3514 svör fundust
Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?
Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Hver var Theodor W. Adorno og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski heimspekingurinn, félagsfræðingurinn og menningarrýnirinn Theodor W. Adorno (1903-1969) er einn þeirra lykilhöfunda sem kenndir eru við Frankfurtar-skólann, en nafnið er tengt „Rannsóknarstofnun í félagsvísindum“ sem var stofnuð við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt árið 1924. Meðlimir skólans fen...
Hver var Heródótos frá Halikarnassos?
Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...
Hvernig er hægt að leggja saman kvaðratrætur og draga þær hvora frá annarri?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Hvernig leggur maður saman rætur (til dæmis $\sqrt{52}+\sqrt{32}$) og hvernig dregur maður þær frá hvor annarri (til dæmis $\sqrt{21} - \sqrt{7}$)? Kvaðratrótum af heilum tölum má skipta í tvo flokka: Ef talan undir rótinni er ferningstala, sem er annað veldi heillar...
Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?
Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...
Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?
Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...
Hvaða tilgang hefur það að fjalla um Rómverja fyrir menn á okkar tímum?
Rómverski mælskusnillingurinn og heimspekingurinn Marcus Tullius Cicero] skrifaði á einum stað: „Því að vita ekki hvað gerðist áður en maður fæddist, það er að vera ætíð barn.“ (Orator 120) Og það má til sanns vegar færa en við skulum skoða málið aðeins nánar. Hvers vegna stundum við rannsóknir á Rómaveldi eða for...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Telja vísindamenn að það sé gagnlegt að „rúlla“ vöðva eftir æfingar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Telja vísindamenn að það geri eitthvað gagn að „rúlla“ vöðva eftir æfingar? Ef svo er, hvenær er þá best að „rúlla“? Á síðustu árum hefur það að „rúlla“ vöðva átt verulegum vinsældum að fagna meðal almennings og þá sérstaklega íþróttamanna sem lýsa því að aðferðin minnki þreyt...
Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?
Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Thomas Robert Malthus var hagfræðingur og prestur. Hann fæddist í febrúar 1766 á sveitasetri föður síns í Surrey á Englandi og dó í desember 1834 í Bath á Englandi. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill (1806-1873).1 Daniel Malthus (1...
Hver var Ptólemaíos frá Alexandríu og hvert var framlag hans til stjörnufræðinnar?
Heimildir um ævi Kládíosar Ptólemaíosar og persónu hans eru mjög af skornum skammti og er helst að menn geti ályktað út frá því sem hann tilgreinir um stað og tíma vegna athugana sinna. Samkvæmt því er vitað að hann gerði athuganir sínar í Alexandríu í Egyptalandi og líklegt að hann hafi verið uppi frá um 100 til ...
Hvaða breytingar hafa átt sér stað á kynhegðun ungmenna síðustu 50 ár og hverjar eru afleiðingarnar?
Þessi spurning er mjög yfirgripsmikil og hægt að koma inn á mjög marga þætti en vegna ákveðinna takmarkana í samanburðarhæfni milli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi verður lögð áhersla á einn mikilvægan þátt sem er aldur við fyrstu kynmök. Elsta rannsókn sem mér er kunnugt um hvað varðar kynhegðu...