Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3688 svör fundust
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur, eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er stóuspeki? En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei. Enda þótt einungis dygðin hafi raunverulegt gildi (axia) og sé eftirsókna...
Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?
Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...
Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?
Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Hvaða tegundir bjarndýra lifðu á ísöld?
Þær tegundir bjarndýra sem nú lifa á jörðinni voru sennilega til á síðasta jökulskeiði ísaldar. Útbreiðslusvæði þeirra hefur sjálfsagt breyst töluvert vegna breytinga í umhverfinu. Ísöld lauk fyrir um tíu þúsund árum, þá hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á g...
Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?
Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...
Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...
Hver var hinn íslenski Stjáni blái?
Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...
Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi fyrir siðaskiptin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja. Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?
Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...
Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?
Dýralíf á Íslandi árið 1944 var í meginatriðum eins og það er í dag, þó vissulega hafi orðið einhverjar breytingar. Hlýnandi loftslag hefur skapað skilyrði fyrir nýjar tegundir en sett öðrum skorður, skóglendi hefur aukist vegna minnkandi beitarálags, uppgræðslu og hlýnandi veðráttu og stór hluti votlendis hefur v...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?
Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...