Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?

Jón Már Halldórsson

1944
Dýralíf á Íslandi árið 1944 var í meginatriðum eins og það er í dag, þó vissulega hafi orðið einhverjar breytingar. Hlýnandi loftslag hefur skapað skilyrði fyrir nýjar tegundir en sett öðrum skorður, skóglendi hefur aukist vegna minnkandi beitarálags, uppgræðslu og hlýnandi veðráttu og stór hluti votlendis hefur verið ræstur fram með tilheyrandi röskun á búsvæðum ákveðinna tegunda.

Dýrafræðingar hafa lengi sagt að landnám dýra sem hófst við lok ísaldar fyrir um 10 þúsund árum sé enn í gangi á Íslandi. Við skulum láta það liggja milli hluta en þó er ljóst að tegundafjöldi í helstu hópum dýra hefur aukist á þeim áratugum síðan lýðveldi var stofnað á Íslandi. Ef litið er til fugla þá eru ýmsar tegundir orðnar býsna algengar víða um land sem voru sjaldséðar eða þekktust ekki á þeim tíma þegar Ísland varð lýðveldi. Sem dæmi má nefna að nú er stari (Sturnus vulgaris) og svartþröstur (Turdus merula) meðal helstu garðfugla á höfuðborgarsvæðinu.

Starinn (Sturnus vulgaris) var ekki útbreidd fuglategund þegar lýðveldi var stofnað á Íslandi en er nú með algengustu garðfuglum á höfðuborgarsvæðinu.

Starinn hóf varp hér á landi upp úr 1940 og í Reykjavík um 1960 og er sennilega orðinn algengasti varpfuglinn á höfuðborgarsvæðinu. Svartþrösturinn hóf hins vegar ekki varp hér á landi fyrr en í kringum 2000. Aðrar fuglategundir sem hafa numið hér landi frá lýðveldisstofnun eru meðal annars glókollur (Regulus regulus), krossnefur (Loxia curviriostra), brandönd (Tadorna tadorna), skógarsnípa (Scolopax rusticola), fjallkjói (Stercorarius longicaudus) og eyrugla (Asio otus).

Fuglalífið hefur ekki aðeins breyst með tilkomu nýrra tegunda heldur hafa búsvæði breyst á síðustu áratugum og útbreiðsla ákveðinna tegunda er nú önnur en hún var fyrir miðja síðustu öld. Til dæmis hefur stofn gæsategunda stækkað verulega og jaðrakan (Limosa limosa) sem áður var einungis bundinn við láglendi Suðurlands verpir nú á láglendissvæðum um allt land. Þá hafa nokkrar tegundir fugla horfið úr varpfánu landsins. Þar má nefna haftyrðilinn (Alle alle) sem hefur hopað undan hlýnandi veðurfari og keldusvínið (Rallus aquaticus) sem hvarf, bæði vegna þess að votlendi var ræst fram og vegna tilkomu minks. Einnig má nefna gráspör (Passer domesticus) en lítill staðbundinn stofn sem hélt til í Öræfum er hugsanlega horfinn sem varpfugl á landinu.

Keldusvín (Rallus aquaticus) er dæmi um fuglategund sem áður verpti hér á landi en dó út sem varpfugl í kringum 1970.

Ýmsar tegundir skordýra sem eru vel þekktar í dag voru ekki hluti af íslensku skordýrafánunni árið 1944. Má þar nefna þrjár tegundir geitunga, humlutegundirnar húshumlu (Bombus lucorum) og garðhumlu (Bombus hortorum), birkikembuna (Heringocrania unimaculella) sem hefur herjað á birki hér á landi á undanförnum árum, lúsmýið sem sem margir hafa fundið fyrir og spánarsnigil (Arion lusitanicus) sem gert hefur garðeigendum lífið leitt.

Spendýrafána Íslands er afar fábrotin. Helstu breytingar á henni síðan 1944 er að minkurinn (Mustela vison) hefur numið allt landið. Minkar voru fyrst fluttur hingað til lands til ræktunar árið 1931 og fljótlega sluppu dýr út í náttúruna. Á 5. áratugnum náði minkurinn fótfestu á Suðvesturlandi en áratugina þar á eftir dreifðist hann um allt landið. Önnur breyting á spendýrafánunni, en þó mjög staðbundin, er að kanínur hafa náð að hasla sér völl. Reyndar eru dæmi allt frá 19. öld um að kanínur hafi sloppið úr haldi manna og fjölgað sér í náttúrunni en það var ekki í þeim mæli sem síðar hefur orðið, til dæmis í Öskjuhlíðinni, Elliðaárdalnum, Heiðmörk og Heimaey.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.11.2019

Spyrjandi

Júlía

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2019, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77545.

Jón Már Halldórsson. (2019, 21. nóvember). Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77545

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2019. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77545>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr voru á Íslandi árið 1944?
Dýralíf á Íslandi árið 1944 var í meginatriðum eins og það er í dag, þó vissulega hafi orðið einhverjar breytingar. Hlýnandi loftslag hefur skapað skilyrði fyrir nýjar tegundir en sett öðrum skorður, skóglendi hefur aukist vegna minnkandi beitarálags, uppgræðslu og hlýnandi veðráttu og stór hluti votlendis hefur verið ræstur fram með tilheyrandi röskun á búsvæðum ákveðinna tegunda.

Dýrafræðingar hafa lengi sagt að landnám dýra sem hófst við lok ísaldar fyrir um 10 þúsund árum sé enn í gangi á Íslandi. Við skulum láta það liggja milli hluta en þó er ljóst að tegundafjöldi í helstu hópum dýra hefur aukist á þeim áratugum síðan lýðveldi var stofnað á Íslandi. Ef litið er til fugla þá eru ýmsar tegundir orðnar býsna algengar víða um land sem voru sjaldséðar eða þekktust ekki á þeim tíma þegar Ísland varð lýðveldi. Sem dæmi má nefna að nú er stari (Sturnus vulgaris) og svartþröstur (Turdus merula) meðal helstu garðfugla á höfuðborgarsvæðinu.

Starinn (Sturnus vulgaris) var ekki útbreidd fuglategund þegar lýðveldi var stofnað á Íslandi en er nú með algengustu garðfuglum á höfðuborgarsvæðinu.

Starinn hóf varp hér á landi upp úr 1940 og í Reykjavík um 1960 og er sennilega orðinn algengasti varpfuglinn á höfuðborgarsvæðinu. Svartþrösturinn hóf hins vegar ekki varp hér á landi fyrr en í kringum 2000. Aðrar fuglategundir sem hafa numið hér landi frá lýðveldisstofnun eru meðal annars glókollur (Regulus regulus), krossnefur (Loxia curviriostra), brandönd (Tadorna tadorna), skógarsnípa (Scolopax rusticola), fjallkjói (Stercorarius longicaudus) og eyrugla (Asio otus).

Fuglalífið hefur ekki aðeins breyst með tilkomu nýrra tegunda heldur hafa búsvæði breyst á síðustu áratugum og útbreiðsla ákveðinna tegunda er nú önnur en hún var fyrir miðja síðustu öld. Til dæmis hefur stofn gæsategunda stækkað verulega og jaðrakan (Limosa limosa) sem áður var einungis bundinn við láglendi Suðurlands verpir nú á láglendissvæðum um allt land. Þá hafa nokkrar tegundir fugla horfið úr varpfánu landsins. Þar má nefna haftyrðilinn (Alle alle) sem hefur hopað undan hlýnandi veðurfari og keldusvínið (Rallus aquaticus) sem hvarf, bæði vegna þess að votlendi var ræst fram og vegna tilkomu minks. Einnig má nefna gráspör (Passer domesticus) en lítill staðbundinn stofn sem hélt til í Öræfum er hugsanlega horfinn sem varpfugl á landinu.

Keldusvín (Rallus aquaticus) er dæmi um fuglategund sem áður verpti hér á landi en dó út sem varpfugl í kringum 1970.

Ýmsar tegundir skordýra sem eru vel þekktar í dag voru ekki hluti af íslensku skordýrafánunni árið 1944. Má þar nefna þrjár tegundir geitunga, humlutegundirnar húshumlu (Bombus lucorum) og garðhumlu (Bombus hortorum), birkikembuna (Heringocrania unimaculella) sem hefur herjað á birki hér á landi á undanförnum árum, lúsmýið sem sem margir hafa fundið fyrir og spánarsnigil (Arion lusitanicus) sem gert hefur garðeigendum lífið leitt.

Spendýrafána Íslands er afar fábrotin. Helstu breytingar á henni síðan 1944 er að minkurinn (Mustela vison) hefur numið allt landið. Minkar voru fyrst fluttur hingað til lands til ræktunar árið 1931 og fljótlega sluppu dýr út í náttúruna. Á 5. áratugnum náði minkurinn fótfestu á Suðvesturlandi en áratugina þar á eftir dreifðist hann um allt landið. Önnur breyting á spendýrafánunni, en þó mjög staðbundin, er að kanínur hafa náð að hasla sér völl. Reyndar eru dæmi allt frá 19. öld um að kanínur hafi sloppið úr haldi manna og fjölgað sér í náttúrunni en það var ekki í þeim mæli sem síðar hefur orðið, til dæmis í Öskjuhlíðinni, Elliðaárdalnum, Heiðmörk og Heimaey.

Myndir:

...