Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4910 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gammablossar og hvernig myndast þeir?

Gammablossar nefnast hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp í allmargar mínútur. Nú er almennt talið að flestir gammablossar verði þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Ti...

category-iconVísindi almennt

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...

category-iconHeimspeki

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar?

Steingerðar leifar risaeðlu geta sagt okkur ýmislegt um lífshætti viðkomandi dýrs eða tegundar; hvernig það hreyfði sig, hvað það át og ýmsa aðra þætti í vistfræðilegri stöðu þess. En það getur, eftir því sem við best vitum, ekki sagt okkur hversu gamalt dýrið var þegar það datt niður dautt. Menn vita því ekki ...

category-iconLögfræði

Af hverju nota breskir dómarar og lögmenn hárkollur í réttarsal?

Margir hafa væntanlega kynnst dæmigerðum réttarhöldum í Bretlandi og Bandaríkjunum í gegnum kvikmyndir og sjónvarsþætti. Iðulega eru dómarar og lögmenn á þessum vettvangi með hárkollur við málflutning. Hárkollurnar geta verið mismunandi. Dómarinn er oftast með síða hárkollu sem nær niður á axlir en lögmaðurinn ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru örverur?

Örverur (e. microbes, microorganism) eru ekki vel skilgreint líffræðilegt hugtak heldur safnheiti yfir smásæjar lífverur sem ekki er hægt að greina með berum augum. Þetta geta verið einfrumungar, hvort sem er heilkjarna eða dreifkjarna, en einnig smásæir fjölfrumungar. Fræðigreinin sem fjallar um þessar lífve...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?

Stutta svarið er að loftkæling verkar eiginlega alveg eins og kæliskápur og eðlisfræðin á bak við er hin sama (sjá svar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?). Lítum samt aðeins betur á þetta og skoðum eftirfarandi mynd, sem á að lýsa kjarna máls. 1) Þéttingarpípur,...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóhanna Einarsdóttir rannsakað?

Jóhanna Einarsdóttir er prófessor í menntunarfræðum ungra barna og forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Jóhanna er brautryðjandi í rannsóknum á menntunarfræðum ungra barna á Íslandi. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að samfellu í námi barna, gildum í leikskólastarfi og sjónarmiðum barna. Ranns...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?

Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?

Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórdís Þórðardóttir rannsakað?

Þórdís Þórðardóttir er dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru innan mennta,- menningar og kynjafræða. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum á því sviði. Meðal annars stjórnar hún íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar; Career trajectories of men in and out of ECE...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sumar fæðutegundir séu annað hvort bólgumyndandi eða bólgueyðandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er átt við þegar talað er um bólgur í líkamanum? Eins og er svo mikið talað um varðandi allskonar mat sem á að vera bólgumyndandi eða bólgueyðandi. Og er það virkilega rétt að tómatar eða ómega6 fita sé bólgumyndandi ? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að sk...

category-iconEfnafræði

Ég keypti vítissóda til sápugerðar fyrir 25 árum en nú er ég í vanda stödd, getið þið hjálpað mér?

Upprunalega spurningin hljóðað svona í heild sinni: Ég keypti 25 kg af vítissóda fyrir ca. 25 árum og hef notað hann til að gera sápur. (Það er ekki hægt að kaupa minna) fyrir 10 árum fór að bera á því að sápurnar urðu blakkar og jafnvel rauðbrúnar og þykknuðu fyrr en áður. En sápurnar voru samt í lagi. Ég hef...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett up...

Fleiri niðurstöður