Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2664 svör fundust
Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Aðalmerkingarnar eru tvær: ‘særa einhvern lítillega, veita einhverjum smásár’ og stýrir hún í því tilviki alltaf þolfalli samkvæmt dæmasafni Orðabókar Háskólans; ‘hreinsa til dæmis endaþarmsop’.Í eldra máli stýrði sögnin einnig þolfalli í seinna tilvikinu og þannig...
Hvaða mál er með vexti?
Nafnorðið mál hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasambandinu svo/þannig er mál með vexti ‛því er þannig háttað’ merkir mál ‛málefni, málavextir’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá upphafi 17. aldar en Jón Friðjónsson bendir á eldra dæmi frá upphafi 16. aldar í ritinu Mergur málsins (1993:...
Ættu óargadýr ekki frekar að kallast óragadýr, það er dýr sem ekki hræðast neitt?
Orðið argur hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er ‛ragur, huglaus’. Í eldra máli var einnig notað lýsingarorðið óargur í merkingunni ‛óragur, djarfur’. Lýsingarorðið óarga, sem beygist eftir veikri beygingu, var einnig notað í eldra máli í merkingunni ‛villtur, grimmur’. Í samsetningunni...
Af hverju er Jerúsalem heilög borg?
Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...
Hvað er kósangas og hvernig brennur það?
Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...
Hvað er reglulegur hyrningur?
Áður hefur verið fjallað um hyrninga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af? Þar eru þeir skilgreindir svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta...
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...
Hver var Charles Darwin?
Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...
Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?
Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...
Hvers vegna féll þjóðveldið?
Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...
Hvernig lifir haförninn á Íslandi?
Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...
Hver var síðasta setning Fermats?
Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...
Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?
Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...
Hvað eru margar víddir?
Þessi spurning er margslungin og henni tengdar eru margar aðrar áhugaverðar spurningar sem hafa borist Vísindavefnum. Árið 2000 gaf Lárus Thorlacius eðlisfræðingur greinargott svar við spurningunni: Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast? en tilefni kann að vera til...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...