Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2419 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2017?

Í janúarmánuði 2017 birtust 32 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Af fimm mest lesnu svörum janúarmánaðar voru tvö svör um jarðfræði og það kemur ekki á óvart þar sem svö...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...

category-iconVísindavefurinn

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er jörðin þung?

Massi jarðar er 5,98 * 1024 kg, það er að segja 5,98 milljón trilljónir kílógramma. Til samanburðar má geta þess að stærsta gufueimreið sem byggð hefur verið, Big Boy í Bandaríkjunum, vó 550 tonn. Til þess að vega upp á móti massa jarðarinnar þyrfti 11 milljarða milljarða slíkra eimreiða. Um ástæðuna ti...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða leiðir eru mögulegar til að fjármagna viðvarandi viðskiptahalla?

Talað er um halla á viðskiptum við útlönd ef land hefur minni tekjur af útflutningi á vörum og þjónustu en það ver til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Til að greiða fyrir þetta er hægt að selja útlendingum erlendar eða innlendar eignir landsmanna eða taka erlend lán. Hversu langt er hægt að ganga án þess að ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verða unglingabólur til?

Bólur myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Þar segir meðal annars: Þegar fitukirtlar í andliti stækka vegna uppsafnaðrar húðfitu myndast fílapenslar. Þar sem sumar bakteríur nærast á húðfitu geta fílapenslar orðið að bólum og jafnvel kýlu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki til eitt orð á íslensku fyrir enska orðið "grandparents"?

Eftir því sem best verður séð hefur ekkert eitt orð verið notað um afa og ömmu á íslensku eins og í nágrannamálum. Í dönsku er til dæmis talað um bedstefar (afa), bedstemor (ömmu) og síðan saman um bedsteforældre (afa og ömmu). Í ensku er á sama hátt notað grandfather (afi), grandmother, grandparent (afi eða amma)...

category-iconHeimspeki

Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?

Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í gömlum landamerkjabréfum sem ég hef lesið er talað um sauðahús og beitarhús. Er munur á þessum húsum?

Eftir því sem best verður séð er lítill munur á þessum húsum. Beitarhúsin voru fjárhús sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að vera betri en aðrir í almennri heimspeki?

Já, það er hægt. Ástundun heimspeki felur í sér að hugsa um áleitnar spurningar sem varða mennina, af ásetningi og einurð -- hörku. Eigi hugsunin að vera frjósöm þarf hún að vera bæði skapandi og öguð. Heimspeki er erfið og tímafrek. Sama á við um heimspeki og önnur viðfangsefni mannanna -- þeim verður ágeng...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?

Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er móðurmál?

Samkvæmt Íslenskri orðabók (1983) er „móðurmál” skilgreint sem 'mál sem e-r hefur lært sem barn og er alinn upp við; ríkismál í heimalandi'. En merking orðsins er víðari. Með hugtakinu er ekki aðeins átt við það mál sem móðirin talar. Í hefðbundnum skilningi merkir það oft málið sem menn hugsa á, þá dreymir á og s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju draga hveitibrauðsdagar nafn sitt?

Orðið hveitibrauðsdagar 'fyrstu dagar hjónabands' hefur verið notað í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar af söfnum Orðabókar Háskólans að dæma. Það er tökuorð úr dönsku hvedebrødsdage en Danir hafa hugsanlega tekið sitt orð að láni úr lágþýsku, wittebroodsweken sem í raun merkir 'hveitibrauðsvikur'. Skýringin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju stafa norður- og suðurljósin?

Þetta er einnig svar við spurningunum "Hvað, hvernig og hversvegna eru norðurljós og sjást þau bara á norður- og suðurhveli jarðar?" Yfirborð sólarinnar sendir í sífellu frá sér svokallaðan sólvind, en hann er straumur hlaðinna agna, aðallega róteinda og rafeinda. Segulsvið jarðar hrindir flestum þessum ögnum ...

Fleiri niðurstöður